fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Steven Gerrard sigurreifur eftir að Rangers varð Skotlandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2011

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 19:53

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rangers varð í dag Skotlandsmeistari í fyrsta skiptið síðan árið 2011, þetta varð ljóst eftir að Celtic mistókst að vinna Dundee United á útivelli. Ekkert lið getur nú náð Rangers sem situr á toppi skosku deildarinnar.

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri liðsins var sigurreifur í viðtali hjá BBC í dag. Gerrard tók við Rangers árið 2018, hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri.

„Það er mjög erfitt að koma því í orð núna hvernig mér líður. Ég svíf um á bleiku skýi, þetta er ferðalag sem er ekki lokið,“ sagði Gerrard.

Rangers er sem stendur með 20 stiga forskot í deildinni og hefur ekki tapað leik á tímabilinu. Gerrard segir að þessi sigur sé ekki endapunktur heldur upphaf.

„Við eigum meira inni, hjá mér er það þannig að þegar að þú vinnur eitthvað, þá kemurðu að spurningunni hvað gerist næst?. Ég er mjög stoltur af leikmönnunum,“ sagði Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers

„En þeir eru ekki eins mikilvægir og stuðningsmennirnir, það eru þeir sem gera félagið að því sem það er, þetta er fyrir þá,“ sagði Steven Gerrard.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“

Dæmdur í fangelsi og laug að kornungum syni sínum: Skólabróðir færði honum fréttirnar – ,,Það var auðvelt að ljúga“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Allir á einu máli um Höllu forseta

Allir á einu máli um Höllu forseta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra

Segir að United hafi gert ein stærstu mistök í sögu fótboltans í fyrra
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Iwobi orðaður við stórlið

Iwobi orðaður við stórlið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“

Sandra María: „Við þurfum að vera undirbúnar í það andlega“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið

Bale reynir að kaupa uppeldisfélagið