fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Southampton vann sinn fyrsta deildarleik síðan 4. janúar – Danny Ings fór meiddur af velli

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 6. mars 2021 16:53

James Ward-Prowse. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Southampton heimsótti botnlið Sheffield United í dag á Bramall Lane. Fyrir leikinn voru Sheffield á botni deildarinnar með 14 stig, 12 stigum fra öruggu sæti en Southampton í því fjórtánda.

Danny Ings, aðalmarkaskorari Southampton, fór meiddur útaf á þrettándu mínútu leiks og er það mikill skellur fyrir þá. Þeir fengu vítaspyrnu stuttu eftir það þegar Ethan Ampadu braut á Nathan Tella þegar hann var sloppinn í gegn. James Ward-Prowse, fyrirliði Southampton, steig á punktinn og skoraði örugglega.

Í byrjun seinni hálfleiks skoraði síðan Che Adams með þrumufleyg eftir stoðsendingu frá Stuart Armstrong. Aaron Ramsdale í marki Sheffield kom engum vörnum við.

Í blálok venjulegs leiktíma henti John Fleck í rosalega tæklingu á Che Adams. Það sauð allt upp úr milli leikmanna en að lokum staðfesti VAR að ekki væri um rautt spjald að ræða og slapp Fleck með skrekkinn.

Southampton-menn fagna þessum sigri vel enda höfðu þeir fyrir leikinn ekki unnið leik síðan 4. janúar þegar þeir sigruðu Liverpool. Þeir sitja sem fastastir í fjórtánda sæti en eru þó komnir aftur á sigurbrautina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
433Sport
Í gær

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú á Strákunum okkar?