fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Arnar segir að Viðari hafi verið bannað að mæta – Systir hans segir orð Arnars vera kjaftæði

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. mars 2021 10:10

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands segir í samtali við RÚV að norska félagið Valerenga hafi bannað Viðari Erni Kjartanssyni að vera með íslenska landsliðinu um þessar mundir.

Mikil umræða hefur átt sér stað um Viðar Örn Kjartansson eftir að Arnar Þór valdi hann ekki í sinn fyrsta landsliðshóp. Umræðan var svo meiri og háværari í gær eftir slæmt tap Ísland gegn Armeníu í undankeppni HM.

„Þá leyfði Vålerenga Viðari Erni Kjartanssyni ekki að fara í landsliðsverkefni. Því var aldrei í boði að velja Viðar,“ segir á Twitter síðu RÚV í dag og er vitnaði í Arnar Þór.

Hólmfríður Erna Kjartansdóttir systir Viðars svarar þessar færslu RÚV og segir. „Þetta er kjaftæði,“ segir Hólmfríður um ummæli Arnars.

Íslenska landsliðinu hefur mistekist að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM, fyrst gegn sterku liði Þýskalands og svo gegn Armeníu í gær. Liðið mætir Liechtenstein á miðvikudag í þriðja leik sínum í undankeppni HM.

Uppfært:
Starfsmaður Valerengea segir það ekki rétt að Viðari hafi verið bannað að fara í landsleikina. „Það er ekki satt. Við vorum til í að reyna að finna lausnir,“ sagði Jörgen Ingibrigtse yfirmaður íþróttamála hjá félaginu við við Fótbolta.net í dag.

Viðar hefði viljað símtal:

Viðar ræddi málið við okkur í síðustu viku og segist vera svekktur með að hafa ekkert heyrt frá nýjum landsliðsþjálfurum. „Það hefði alveg verið fínt ég viðurkenni það alveg, það er verra að heyra ekki neitt. Í síðasta landsliðsverkefni fannst mér ég eiga góðan leik, skoraði meðal annars. Að heyra síðan ekki neitt er svolítið sérstakt. Þeir (þjálfarateymið) taka ákvörðun um það, það er gott og blessað,“ sagði Viðar

Meira:
Viðar svekktur með að hafa ekki fengið símtal frá Arnari: „Það er verra að heyra ekki neitt“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur