fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Tugmilljóna tap á Hlíðarenda en eiga um 100 milljónir í eigið fé

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 12:20

©Anton Brink 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Vals var rekinn með nokkru tapi á síðasta ári, þetta kemur fram í ársreikningi knattspyrnudeildar sem birtur er á vef félagsins. Þar kemur fram að tapið hafi verið 24,5 milljónir íslenskra króna á síðasta ári.

Karlalið félagsins var ekki í Evrópukeppni á síðasta ári og munar um slíkt, þá hafði COVID-19 áhrif á innkomuna.

Tekjur af miðasölu voru rúmar 10 milljónir á síðasta ári en, undir liðnum styrkir og auglýsingar lækkuðu tekjurnar um 26 milljónir. Árið 2019 var sú upphæð 178 milljónir en var árið 2020 152 milljónir.

Launakostnaður knattspyrnudeildar Vals var 197 milljónir á síðasta ári en árið áður greiddi félagið 234 milljónir í laun. 114 milljónir af launagreiðslum Vals í fyrra voru í formi verktakagreiðslna.

Valur keypti leikmenn fyrir tæpar 6 milljónir á síðasta ári en seldi leikmenn fyrir 1,8 milljón.

Ársreikning Vals má sjá í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag