fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Sonurinn fylgir Bjarna – Norrköping staðfestir kaup á Jóhannesi

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. mars 2021 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

IFK Norrköping í Svíþjóð hefur staðfst kaup sín á Jóhannesi Bjarnasyni frá KR. Sænska félagið þurfti að bíða eftir því að Jóhannes yrði 16 ára gamall.

Norrköping staðfesti á dögunum að faðir Jóhannesar, Bjarni Guðjónsson hafi verið ráðinn til starfa sem þjálfari U19 ára liðs félagsins.

Norrköping þurfti að bíða í nokkra daga til að kaupa Jóhannes en hann fagnaði 16 ára afmæli sínu í síðustu viku.

„Ég er mjög glaður að með að semja við félagið, margir íslenskir leikmenn hafa náð árangri hérna og ég mun leggja mikið á mig til að gera slítk hið sama. Ég er spenntur fyrir því að byrja,“ sagði Jóhannes.

Jóhannes er fæddur árið 2005 og fékk tækifæri með KR á síðustu leiktíð þegar hann spilaði tvo leiki. Hann var til reynslu hjá Norrköping í vetur. Bjarni hefur verið aðstoðarþjálfari KR frá árinu 2017 með Rúnari Kristinssyni en áður var hann þjálfari liðsins.

Norrköping keypti fyrr í vetur Finn Tómas Pálmason frá KR en fyrir eru Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson hjá félaginu.

Jóhannes og Ísak Bergmann eru frændur en Bjarni faðir Jóhannesar er bróðir Jóhannesar Karls Guðjónssonar sem er faðir Ísaks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum