fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Safnar mottu til minningar um Steina Gísla – „Þess vegna tek ég þátt og vona að fleiri geri það“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. mars 2021 11:20

Brynjar til hægri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mottumars var settur formlega af stað um helgina þegar fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu þáðu skeggsnyrtingu frá rakarastofunni Herramönnum í Kópavogi. Eftir sátu glæsilegir menn, með yfirvaraskegg, eða „mottu“, sem þeir ætla að bera til að sýna öðrum karlmönnum stuðning, hvort heldur þeim sem hafa greinst með krabbamein eða hafa verið aðstandendur krabbameinsgreindra. En það er aðeins byrjunin, Mottukeppnin var endurvakin í ár.

Á síðunni mottumars.is hafa nú þegar vel yfir 100 einstaklingar skráð sig til keppni og um 20 lið frá fyrirtækjum, íþróttaliðum eða vinahópum. Keppnin fer vel af stað og þar má sjá karlmenn á öllum aldri frá öllum landshornum.

Einn þeirra sem hefur skráð sig til leiks er Brynjar Hlöðversson, fótboltamaður með Leikni Reykjavík. Hann var einn af burðarásum Leiknisliðsins sem kom öllum að óvörum síðasta sumar og tryggði sér sæti í efstu deild karla, Pepsi Max-deildinni, fyrir komandi sumar. Brynjar, eins og svo margir aðrir, þekkir krabbamein vel.

„Já, þeir eru nokkrir sem ég þekki – eða þekkti réttara sagt,“ segir Brynjar. „Þá kemur fyrstur upp í hugann Sigursteinn Gíslason, hann var að þjálfa okkur hér í Breiðholtinu og var alveg einstakur maður. Hann fór allt of ungur.“

Brynjar viðurkennir fúslega að það hafi verið mjög erfitt að horfa á eftir Sigursteini, manni í blóma lífsins sem var að hefja glæsilegan þjálfaraferil, eftir að hafa verið sigursælasti leikmaður Íslandsmótsins í karlaflokki frá upphafi. Sigursteinn var aðeins 43 ára þegar hann lést. „En það er mikilvægt að taka þátt í átakinu, taka þátt í Mottumars. Ef allir fótboltamenn myndu safna nokkrum þúsundköllum, þá væru það ansi margir peningar. Maður kynnist auðvitað mörgum í kringum boltann, mörgum körlum, og svo greinast einhverjir þeirra með krabbamein. Við þekkjum þetta allir. En alveg eins og inni á vellinum, þá erum við í þessu saman. Þess vegna tek ég þátt og vona að fleiri geri það.“

Hér má styðja við Brynjar á mottumars.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Liðsfélagi Salah í fangelsi

Liðsfélagi Salah í fangelsi
433Sport
Í gær

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli

Umboðsmaðurinn með áhugaverð ummæli
433Sport
Í gær

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“

Kristján segir frá súrealískum fundi sínum í Hafnarfirði í haust – „Vissu það allir sem sátu þennan fund“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City

Líklega á leið til Þýskalands frá Manchester City
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“

Skelfilegi atburðurinn sem skók heiminn á árinu – „Man nákvæmlega á hvaða fersentimeter ég var á landinu þegar þetta gerðist“