fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Stjörnurnar bryðja svefntöflur eins og Cheerios hringi – Börnin reyndu að vekja pabba sinn án árangurs

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. mars 2021 08:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska götublaðið The Sun heldur því fram að fjöldi leikmanna í ensku úrvalsdeildinni séu nú orðnir háðir svefntöflum. Blaðið hefur fjallað um þessi mál síðustu vikur. Í umfjöllun blaðsins í dag segir að leikmenn séu farnir að blanda saman svefnpillum og áfengi til að komast í vímu.

Þeir sem þekkja til mála segja að leikmenn í deildinni séu farnir að bryðja Zopiclone eða Zolpidem eins og Cheerios hringi. The Sun segir að aukningin á meðal leikmanna sé mikil.

Á dögunum var fjallað um eina af stjörnu deildarinnar. Sá er frá Englandi en hann kaupir Zopiclone svefntöflur á svörtum markaði, í frétt um hann segir að hann taki töflurnar daglega. Vinir mannsins hafa verulegar áhyggjur af knattspyrnustjörnunni og hafa ráðlagt honum að leita sér hjálpar, áður en hann sturtar ferli sínum í klósettið. Maðurinn sem er sagður eiga í vandræðum innan vallar vegna lífsstílsins utan vallar, segir vinum sínum að pillurnar komi ekki fram á lyfjaprófi deildarinnar. Hann komist í vímu af þeim þegar hann neytir áfengis.

Meira.
Stórstjarna að sturta öllu í klósettið – Háður pillum og áfengi

The Sun segir svo í dag að tveir aðrir leikmenn tengdir enska landsliðinu séu að kaupa mikið magn af svefnpillum á svarta markaðnum.

Þar segir að eiginkona annars þeirra hafi komið heim á dögunum, þar á knattspyrnuhetjan að hafa legið hálf meðvitundarlaus í sófa sínum. Börnin voru að reyna að vekja en hann vaknaði ekki, sama hvað þau reyndu.

Í umfjöllun The Sun segir að blaðið geti ekki nafngreint þessa þrjá leikmenn sem blaðið fjallar um en skrifar um þá.

Leikmaður 1
Einn hæfileikaríkasti leikmaðurinn sinnar kynslóðar, lífsstíll hans er til umræðu í búningsklefa hans. Hann hefur tekið pillurnar með vodka og kampavíni í gleðskap. Hann er í engu standi á æfingu eftir slíkt kvöld.

Leikmaður 2
Atvinnumaður til fjölda ára og mikla reynslu af enska landsliðinu. Fékk Zolpidem fyrst hjá félagi sína en byrjaði að blanda þeim við áfengi. Er núna háður pillunum en eiginkona hans grátbiður hann um að leita sér hjálpar eftir að hafa fundið hann í sófanum.

Leikmaður 3
Ung stjarna sem er talið að verði fastamaður í enska landsliðinu. Hefur ekki spilað vel undanfarið sem gæti verið vegna þess að hann er háður pillunum. Fólk hefur áhyggjur af því að hann nýti ekki hæfileika sína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar

Liverpool vill fá leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær

Mbappe náði sögulegum áfanga í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar

Klopp staðfestir endurkomu á hliðarlínuna en ekki sem þjálfari – Verður á HM næsta sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða

Forráðamenn United sjá eftir því að hafa selt McTominay – Napoli smellir á hann verðmiða
433Sport
Í gær

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann

Ronaldo reiður Heimi Hallgrímssyni í kvöld : Fékk rautt spjald fyrir að slá til manns – Labbaði svo að Heimi og skammaði hann
433Sport
Í gær

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu

Frakkar gerðu Íslandi góðan greiða – Jafntefli dugar á sunnudag gegn Úkraínu