fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
433

Jörundur Áki tekur við U17 og verður aðstoðarþjálfari Davíð í U21

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. febrúar 2021 14:10

Davíð Snorri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breytingar hafa orðið á þjálfaramálum hjá KSÍ og hafa á undanförnum vikum verið ráðnir nýir landsliðsþjálfarar fyrir A karla og kvenna, U21 karla, U19 karla og U15 kvenna. Þessar breytingar hafa kallað á ákveðna skipulagsvinnu sem nú er lokið og því ljóst hverjir stýra liðunum næstu misseri.

Davíð Snorri Jónasson tók við af Arnari Þór Viðarssyni sem þjálfari U21 landsliðs karla. Eins og knattspyrnuáhugafólki er kunnugt um er U21 karla er á leið í lokakeppni EM í mars og þar munu þeir Jörundur Áki Sveinsson og Þórður Þórðarson vera Davíð Snorra til aðstoðar. Nýr aðstoðarþjálfari U21 karla verður síðan ráðinn þegar því móti er lokið. Markmannsþjálfari U21 karla verður Fjalar Þorgeirsson.

Ólafur Ingi Skúlason hefur tekið við U19/U18 landsliði karla, en Þorvaldur Örlygsson lét af störfum í lok árs 2020. Ólafur Ingi mun einnig þjálfa U15 landslið kvenna, en honum til aðstoðar með U19/U18 liðið verður Lúðvík Gunnarsson. Lúðvík Gunnarsson þjálfar U15 landslið karla ásamt því að sjá um Hæfileikamótun N1 og KSÍ, og þar verða þjálfarar annarra landsliða honum til aðstoðar.

Jörundur Áki Sveinsson tekur við þjálfun U17/U16 liða karla og honum til aðstoðar verður Davíð Snorri Jónasson, en Jörundur mun jafnframt áfram þjálfa U17/U16 kvenna og vinna þar með Þórði Þórðarsyni, sem verður áfram við stjórnvölinn hjá U19/U18 kvenna.

Það urðu einnig breytingar á þjálfarateymum A landsliðs karla og kvenna á síðustu vikum. Arnar Þór Viðarsson tók við A landsliði karla af Erik Hamrén, en honum til aðstoðar verður Eiður Smári Guðjohnsen. Þorsteinn H. Halldórsson hefur verið ráðinn þjálfari A landsliðs kvenna og tekur þar við af Jóni Þór Haukssyni. Þorsteini til aðstoðar verður Ásmundur Guðni Haraldsson, en hann var aðstoðarþjálfari A kvenna árin 2013-2018. Markmannsþjálfari A karla verður Halldór Björnsson og Ólafur Pétursson verður áfram markmannsþjálfari A kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast

Carlo Ancelotti brast í grát þegar þetta var að gerast
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi

Nagelsmann hafnar Bayern og heldur áfram í sama starfi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Högg í maga enskra stórliða

Högg í maga enskra stórliða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir

Enska úrvalsdeildin segir skilið við það sem Klopp hefur talað fyrir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus

United gæti notað Greenwood upp í kaup á leikmanni Juventus
433
Fyrir 21 klukkutímum

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík

Sambandsdeildin: Framlengt í báðum leikjum – Aston Villa áfram eftir dramatík
433Sport
Í gær

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni

Upptaka af lýsandanum fer eins og eldur í sinu – Hlustaðu á hvað hann gerði í beinni
433Sport
Í gær

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche

Ekki komið til tals að reka Sean Dyche