fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Segir þetta vera ástæðuna fyrir því að Bruno Fernandes verði ekki leikmaður ársins

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 14:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, segir að líkur séu á því að Bruno Fernandes verði ekki valinn leikmaður ársins hjá leikmannasamtökum Englands, þrátt fyrir frábært tímabil hjá leikmanninum. Hann segir að þeir sem líklegastir séu til að vinna auk Bruno séu Ruben Dias og Ilkay Gundogan, leikmenn Manchester City.

Ástæðan sem Richards kemur með er óskrifuð regla innan herbúða Manchester City um að kjósa ekki leikmenn Manchester United í kjörinu. Þeir kjósi frekar leikmenn Liverpool eða Chelsea til að koma í veg fyrir að leikmenn erkifjandana fái titilinn.

„Auðvitað voru undantekningar ef leikmenn áttu sögulegt tímabil, ég sjálfur kaus Ronaldo árið 2007 og Wayne Rooney árið 2010 því það var ekki hægt að kjósa neinn annan en þá. Ef ég væri enn leikmaður þá myndi ég kjósa Bruno Fernandes í ár,“ sagði Micah Richards.

Bruno Fernandes hefur gert gott mót með Manchester United á þessu tímabili en hann er kominn með 15 mörk og 10 stoðsendingar í 25 leikjum á tímabilinu. Hann hefur verið lykilmaðurinn í góðum árangri United-manna sem sitja sem stendur í 2. sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf

Var líkt við Messi en var nú dæmdur í fjögurra ár bann fyrir að nota ólögleg lyf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina

Getur ekki beðið eftir að mæta sínum fyrrum félögum um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum