fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Segir þetta vera ástæðuna fyrir því að Bruno Fernandes verði ekki leikmaður ársins

Bjarki Sigurðsson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 14:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, segir að líkur séu á því að Bruno Fernandes verði ekki valinn leikmaður ársins hjá leikmannasamtökum Englands, þrátt fyrir frábært tímabil hjá leikmanninum. Hann segir að þeir sem líklegastir séu til að vinna auk Bruno séu Ruben Dias og Ilkay Gundogan, leikmenn Manchester City.

Ástæðan sem Richards kemur með er óskrifuð regla innan herbúða Manchester City um að kjósa ekki leikmenn Manchester United í kjörinu. Þeir kjósi frekar leikmenn Liverpool eða Chelsea til að koma í veg fyrir að leikmenn erkifjandana fái titilinn.

„Auðvitað voru undantekningar ef leikmenn áttu sögulegt tímabil, ég sjálfur kaus Ronaldo árið 2007 og Wayne Rooney árið 2010 því það var ekki hægt að kjósa neinn annan en þá. Ef ég væri enn leikmaður þá myndi ég kjósa Bruno Fernandes í ár,“ sagði Micah Richards.

Bruno Fernandes hefur gert gott mót með Manchester United á þessu tímabili en hann er kominn með 15 mörk og 10 stoðsendingar í 25 leikjum á tímabilinu. Hann hefur verið lykilmaðurinn í góðum árangri United-manna sem sitja sem stendur í 2. sæti deildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Manchester City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra

Davíð minnist vinar síns Hareide í hjartnæmri færslu – Rifjar upp hvað hann sagði við hann í London í fyrra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Age Hareide er látinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading