fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Telur að Liverpool gæti rekið Klopp – Orðaður við þýska landsliðið

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 19:20

Jurgen Klopp / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glen Johnson, fyrrverandi Leikmaður Liverpool, telur að Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri liðsins, gæti verið rekinn ef honum tekst ekki að snúa við gengi Liverpool.

Liverpool hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið situr í 6. sæti deildarinnar með 40 stig eftir 25 leiki. Liðið er þó komið í 16- liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og á góðan möguleika á að komast áfram í keppninni.

Johnson telur að árangur Klopp með Liverpool á síðasta tímabili valdi því að hann muni ekki vera rekinn á yfirstandandi tímabili.

„Starf Klopp hjá Liverpool er öruggt sem stendur, á næsta ári gæti staðan verið öðruvísi. Það er ekki hægt að tala um að Liverpool reki hann á þessu tímabili vegna þess að hann hefur gert ótrúlega hluti fyrir félagið. Á þessu gæðastigi knattspyrnunnar geta hlutirnir þó breyst fljótt,“ sagði Glen Johnson í samtali við CheltenhamGuides.com.

Klopp segist sjálfur ekki hafa áhyggjur af starfi sínu hjá Liverpool en þýska blaðið Bild, segist hafa heimildir fyrir því að góðar líkur séu á að Klopp gæti tekið við þýska landsliðinu eftir Heimsmeistaramótið í Katar árið 2022.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar

Leikmenn Liverpool enn að jafna sig eftir andlátið í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“

Má ekki byrja að hugsa um stórlið eins og Real Madrid – ,,Ferillinn hefur staðið yfir í tvö ár“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“