fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Líkur á að Tottenham kaupi nýjan markvörð í sumar – Páfinn sagður efstur á blaði

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham ætlar sér að kaupa Nick Pope markvörð Burnley í sumar ef Hugo Lloris fer frá félaginu. Taldar eru ágætis líkur á að Lloris sé á förum.

Lloris mun eiga ár eftir af samningi sínum við Tottenham í sumar en hann hefur verið mistækur á þessu tímabili.

PSG hefur áhuga á að fá Lloris í sumar en franski markvörðurinn hefði áhuga á því að halda heim á leið. Þar myndi hann vinna aftur með Mauricio Pochettino sem þjálfaði hann hjá Tottenham.

Pope er 28 ára gamall en hann gekk í raðir Burnley árið 2016 og hefur hann orðið einn besti markvörður deildarinnar.

Pope á fast sæti í landsliðshópi Englands en samningur Pope við Burnley er til ársins 2023. Talið er að Burnley vilji 30 milljónir punda fyrir Pope í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga