fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Grealish meiddur og spilar ekki með Aston Villa á næstunni

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 13:20

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish, einn besti leikmaður Aston Villa á leiktíðinni er meiddur og spilar ekki með liðinu gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Grealish hefur verið frábært með Aston Villa á leiktíðinni, hann hefur skorað sex mörk og gefið tíu stoðsendingar og er þungamiðjan í sóknarleik Aston Villa.

Þetta er í fyrsta skipti síðan í nóvember árið 2019 sem Grealish missir af leik í ensku úrvalsdeildinni sem segir sitthvað um mikilvægi hans.

Búist er við því að meiðslin haldi honum einnig frá í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þegar Aston Villa mætir Leeds United.

Leikur Aston Villa og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag hefst klukkan 14.05.

Byrjunarlið Aston Villa: Martinez, Targett, Konsa, Mingz, Elmohamady, Luiz, McGinn, Barkley, Traore, Watkins, El Ghazi.
Varamenn: Heaton, Kesler, Taylor, Nakamba, Chukwuemeka, Ramsey, Trezeguet, Davies.

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Castagne, Evans, Caglar, Thomas, Ndidi, Tielemans, Perreira, Maddison, Barnes, Vardy.
Varamenn: Amartey, Daley-Campbell, Fuchs, Choudhury, Mendy, Albrighton, Ünder, Iheanacho.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Úr Kópavoginum í Víkina

Úr Kópavoginum í Víkina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ödegaard gæti óvænt snúið aftur á völlinn

Ödegaard gæti óvænt snúið aftur á völlinn
433Sport
Í gær

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“

Kjartan segir leikmann sinn hafa fengið ósanngjarnt umtal í sumar – „Skildi ekki alveg þessa neikvæðni og hatur“