fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Freyr hreinskilinn – „Við munum sakna Heimis“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 20:30

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi, mun stýra liðinu í leik gegn toppliði Al-Sadd í katörsku úrvalsdeildinni á mánudaginn.

Heimir getur ekki stýrt Al-Arabi í næstu leikjum eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum.

„Við munum klárlega sakna Heimis vegna þess að hann hefur frábæra nærveru. Við höfum reynt að hafa undirbúninginn fyrir leikinn eins venjulegan og kostur er á,“ sagði Freyr á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Hann segir að nú sé það undir leikmönnum komið að sanna sig.

„Þetta er gott tækifæri fyrir leikmennina til að sýna leiðtogahæfni sína. Það verða ekki stórvægilegar breytingar en fjarveru Heimis mun gæta. Við vonumst til að hann snúi aftur sem fyrst,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Al-Arabi.

Liðið hefur verið á góðu skriði síðustu vikur en eftir erfiða byrjun í deildinni hefur liðið náð vopnum sínum. Al-Arabi er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 16 leiki.

Freyr bættist við þjálfarateymi Heimis hjá Al-Arabi eftir að hafa lokið starfi sínu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins sem lék á þeim tíma undir stjórn Erik Hamrén.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lítil trú á Blikum á eftir

Lítil trú á Blikum á eftir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst

Salah þarf að funda með landsliðsþjálfaranum – Vill fá hann löngu áður en Afríkukeppnin hefst
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband

Telja best að hann komi sér burt eftir þessa uppákomu í gær – Myndband
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“

Henry baunaði á sitt fyrrum félag – „Ég vil ekki tala svona“