fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Freyr hreinskilinn – „Við munum sakna Heimis“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 20:30

Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar hjá Al-Arabi, mun stýra liðinu í leik gegn toppliði Al-Sadd í katörsku úrvalsdeildinni á mánudaginn.

Heimir getur ekki stýrt Al-Arabi í næstu leikjum eftir að hafa greinst með Covid-19 á dögunum.

„Við munum klárlega sakna Heimis vegna þess að hann hefur frábæra nærveru. Við höfum reynt að hafa undirbúninginn fyrir leikinn eins venjulegan og kostur er á,“ sagði Freyr á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Hann segir að nú sé það undir leikmönnum komið að sanna sig.

„Þetta er gott tækifæri fyrir leikmennina til að sýna leiðtogahæfni sína. Það verða ekki stórvægilegar breytingar en fjarveru Heimis mun gæta. Við vonumst til að hann snúi aftur sem fyrst,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari Al-Arabi.

Liðið hefur verið á góðu skriði síðustu vikur en eftir erfiða byrjun í deildinni hefur liðið náð vopnum sínum. Al-Arabi er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 23 stig eftir 16 leiki.

Freyr bættist við þjálfarateymi Heimis hjá Al-Arabi eftir að hafa lokið starfi sínu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins sem lék á þeim tíma undir stjórn Erik Hamrén.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni