fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
433Sport

Lewandowski þvertekur fyrir að hafa sakað Messi um óheiðarleika – ,,Yfirlýsing mín var tekin úr samhengi“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. desember 2021 20:41

Lewandowski og eiginkona hans, Anna. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Lewandowski, stjörnuframherji Bayern Munchen, er ekki bjartsýnn á að hljóta gullboltann, Ballon d’Or, fyrir árið 2020 þrátt fyrir að Lionel Messi hafi hvatt France Football til þess að veita honum hann.

Pólski framherjinn þótti einnig líklegur til að vinna Ballon d’Or nú í ár. Argentíski snillingurinn Lionel Messi stóð hins vegar uppi sem sigurvegari.

,,Ég get ekki sagt að ég sé ánægður, þvert á móti er ég leiður,“ sagði Lewandowski um það að hafa misst af verðlaununum. ,,Ég virði hvernig Messi spilar og það sem hann hefur afrekað. Að ég sé að keppa við hann sýnir hvar ég er.“

Þegar Messi fór upp á svið til að taka við verlaununum nú á dögunum hvatti hann France Football til að veita Lewandowski verðlaunin fyrir síðasta ár. ,,Mig langar að þakka Robert Lewandowski. Það hefur verið heiður að keppa við þig. Það eru allir sammála um að þú varst sigurvegari síðasta árs. Mér finnst að France Football ætti að veita þér Ballon d’Or 2020. Þú átt það skilið.“

Lewandowski fór í viðtal í pólskum fjölmiðlum. Þar sagðist hann ekki bjartsýnn á að fá verðlaunin fyrir árið 2020. ,,Ég vona að það sem Messi sagði hafi verið einlæg yfirlýsing frá frábærum leikmanni, ekki bara innantóm orð.“

Þessi orð vöktu athygli. Lewandowski sagði þau þó hafa verið tekin úr samhengi. ,,Yfirlýsing mín í pólsku sjónvarpi var tekin úr samhengi. Ég ætlaði aldrei að ýja að því að orð Messi hafi ekki verið einlæg eða heiðarleg. Þvert á móti glöddu orð hans mig mikið. Það sem ég meinti var að ég vona að orð Messi hryndi einhverju í framkvæmd. Ég virði Messi svo mikið og mig langar að óska honum aftur til hamingju með Ballon d’Or 2021.“

Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“

Pétur spurður út í Amöndu – „Það er undir henni komið“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“

„Það er bara ágætt að vera spáð sjöunda sæti til að geta komið fólki á óvart“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný

Bjarki lánaður frá Víkingi á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna – Val spáð titlinum í enn eitt skiptið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld

Mikið áhyggjuefni fyrir Arteta í aðdraganda leiksins í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu

Sjáðu hvað Mbappe gerði í gær sem ekki allir tóku eftir í beinni útsendingu
433Sport
Í gær

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin

Víkingur er meistari meistaranna eftir sigur í vítaspyrnukeppni – Sjáðu mörkin
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld

Sjáðu myndbandið: Xavi fékk rautt spjald fyrir hegðun sína í kvöld