fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Borgarfulltrúi Viðreisnar ósátt með umræðuna – ,,Má augljóslega sjá hversu erfitt margir eiga með að sjá konu leiða KSÍ“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 5. desember 2021 15:30

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Ætlum við í alvörunni ekki að gefa formanni KSÍ neitt rými og svigrúm að því að vinna að uppbyggingu KSÍ og leggja línur til framtíðar? Hvar eru hennar hveitibrauðsdagar, sem allir aðrir formenn KSÍ hefðu fengið?“ Svona hefst pistill Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, borgarfulltrúa Viðreisnar, þar sem hún óskar eftir auknum stuðningi samfélagsins við Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns Knattspyrnusambands Íslands.

Vanda tók við sem formaður KSÍ til bráðabirgða í október. Hún mun starfa fram í febrúar hið minnsta. Þá fer ársþing KSÍ fram. Vanda hefur hins vegar gefið það út að hún hyggist bjóða sig fram til áframhaldandi setu á ársþinginu.

Vanda tók við sem formaður af Guðna Bergssyni. Hann sagði af sér, ásamt allri stjórn KSÍ, í kjölfar ásakanna um kynferðisbrot á hendur nokkurra leikmanna karlalandsliðs Íslands. Sambandið var sakað um að hylma yfir með einhverjum af brotunum.

Margir hafa gagnrýnt Vöndu á þessum stutta tíma hennar í starfinu. Hún þótti til að mynda of jákvæð í garð karlalandsliðsins eftir undankeppni Evrópumótsins sem kláraðist í síðasta mánuði. Ísland hafnaði í fimmta sæti undanriðils síns. Voru það töluverð vonbrigði þó svo að utanaðkomandi aðstæður hafi vissulega spilað inn í.

,,Umhverfið bendir stanslaust á að hún sé ekki að gera nóg, eða of mikið og sumir gagnrýna hana í hverju skrefi. Hvar er inneignin sem þessi stórstjarna í íslenskum fótbolta á?“ skrifar Þórdís. Hún heldur áfram: ,,Það er ótrúlegt að sjá hvernig ráðist hefur verið á Vöndu þessa tvo fyrstu mánuði í starfi. Í podcöstum og skrifum á samfélagsmiðlum má augljóslega sjá hversu erfitt margir eiga með að sjá konu leiða KSÍ.“

Þórdís segir að Vanda hafi þegar breytt ásýnd knattspyrnusambandsins.

,,Ásýnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sannarlega breyst undanfarna tvo mánuði eftir að Vanda Sigurgeirsdóttir tók við formennsku þar. Ég hef rætt við fólk innan íþróttahreyfingarinnar og heyri að þar er hafin vegferð sem að mínu mati stolt og ánægja ætti að ríkja um.“

,,Vanda er þekkt fyrir brennandi áhuga á fótbolta og góðri liðsheild og góðum samskiptum. Hún er hugsjóna- og baráttukona og fyrsta konan til að gegna formennsku hjá KSÍ. Hún var tilbúin í baráttuna, vitandi um þær áskoranir sem bíða og þau stóru og erfiðu mál sem þarf að glíma við.“

Þórdís segir það hlutverk samfélagsins að standa með Vöndu í hennar starfi.

,,Í haust stóð KSÍ í ljósum logum. En nú er manneskja í brúnni sem er til í slaginn til að taka á erfiðum málum sem þar komu upp, fyrir betra og heilbrigðara fótboltaumhverfi og samfélagi öllu. Það er okkar að standa með henni, gefa henni tækifæri til að sameina hreyfinguna aftur og koma í verk þeim mikilvægu verkefnum sem hún hefur kynnt. Við vitum að með samhenti átaki getur KSÍ, stjórnin og starfsmenn lyft grettistaki. Nú hefur verið unnið að af kappi í tvo mánuði við að breyta áherslum, verkferlum og efla tiltrú á ný á hreyfingunni.“

,,Við verðum að standa saman um mikilvægar breytingar í samfélaginu. KSÍ með öfluga konu eins og Vöndu getur orðið leiðandi í þeirri vegferð. Gefum henni og nýrri stjórn tækifæri og rými til að klára þessa vegferð sem er svo mikilvæg fyrir okkur öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal

Telur að Mainoo eigi að fara til Arsenal
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína

Eftirmaður Heimis sagði upp beint eftir leik – Útskýrir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik
433Sport
Í gær

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku
433Sport
Í gær

Íslensku strákarnir töpuðu en eiga enn veika von

Íslensku strákarnir töpuðu en eiga enn veika von