fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Moyes segir heppnina hafa verið með West Ham í liði í dag

Helga Jónsdóttir
Laugardaginn 4. desember 2021 15:15

David Moyes / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

West Ham sigraði Chelsea í skemmtilegum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. David Moyes, þjálfari West Ham fannst spilamennskan ekkert sérstök í dag en þótti vera heppnisstimpill yfir sigurmarkinu.

„Mér fannst við ekki spila sérskalega vel í dag. En við náðum að skora mörkin sem skipta miklu máli. Áður höfum við spilað betur en ekki náð að skora. En í dag skoruðum við og það gegn liði sem fær fá mörk á sig. Það verður að hrósa strákunum fyrir það,“ sagði Moyes við BT Sport.

„Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. Við vorum alltof passífir í fyrri hálfleiks. Það eru mikil gæði í Chelsea, enda eru þeir Evrópumeistarar. Þeir eru góðir í öllu.“

Masuaku skoraði sigurmarkið í leiknum en markið sjálft var ansi skrautlegt. Masuaku ætlað að senda boltann fyrir en fyrirgjöfin endaði sem skot og var Mendy of seinn að bregðast við í markinu og boltinn endaði í netinu.

„Ég sagði við hann að þetta hefði verið frábær fyrirgjöf. Þetta var mikil heppni, en í fótbolta þarftu stundum heppnina með þér. Við höfum ekki verið heppnir í síðustu leikjum en í dag var heppnin með okkur í liði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi

Hetja gærdagsins sem kostaði milljarða í sumar vakti athygli hjá lággjaldaflugfélagi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni

Hóta því að rífa hús sem Messi keypti á 1,5 milljarð – Staðsett á vinsælum stað á Spáni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Loksins sigur hjá lærisveinum Ólafs Inga

Loksins sigur hjá lærisveinum Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf

Byrjuð að moka inn peningum eftir að hún skipti um starf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrt að Heimir taki við Fylki á morgun – Kjartan Henry líka á förum?

Fullyrt að Heimir taki við Fylki á morgun – Kjartan Henry líka á förum?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“

Þorsteinn átti frumkvæðið að því að skipta um menn í teyminu – „Þetta eru vinir mínir og það var ekki auðvelt að ræða þessa hluti“
433Sport
Í gær

Coote játar að sök – Brot hans sett í alvarlegasta flokkinn

Coote játar að sök – Brot hans sett í alvarlegasta flokkinn
433Sport
Í gær

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“

Myndband: Frakkar telja sig hafa verið hlunnfarna á Íslandi – „Andrúmsloftið hafði áhrif á dómarann“