Þetta er í tíunda sinn sem Samtök íþróttafréttamanna kjósa lið ársins. Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta sem hafði þrisvar sinnum orðið annar í kjörinu vann nú nafnbótina í fyrsta sinn.
Tveir hafa oftast hlotið titilinn, tvisvar sinnum hvor. Alfreð Gíslason (2012 og 2013) og Heimir Hallgrímsson 2015 og 2017).
Þjálfari ársins – stigin
1. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 131
2. Vésteinn Hafsteinsson, kringlukasts og kúluvarpsþjálfari – 68
3. Arnar B. Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings R. Í fótbolta – 37
4. Andri Snær Stefánsson, þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handbolta – 13
5. Björn Björnsson og Hrefna Þorbjörg Hákonardóttir, yfirþjálfarar Íslands í hópfimleikum – 11
6. Lárus Jónsson, þjálfari karlaliðs Þórs Þ. í körfubolta – 1
Hver og einn félagi í samtökum íþróttafréttamanna raðar þremur þjálfurum á blað frá 1-3. Efsta sætið gefur 5 stig, 2. sætið 3 stig og 3. sætið 1 stig. Þrír þjálfarar fengu atkvæði í fyrsta sætið í ár.