fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Skagamenn staðfesta ráðninguna á Lárusi Orra

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 21. júní 2025 10:36

Mynd: ÍA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA hefur staðfest ráðninguna á Lárusi Orra Sigurðssyni sem þjálfara meistaraflokks karla.

Flestir héldu að Jóhannes Karl Guðjónsson væri að taka við á nýjan leik, en hann stýrir AB Kaupmannahöfn í dag. Ekkert verður af því og fyrrum aðstoðarlandsliðsþjálfarinn verður áfram í Danmörku.

Lárus tekur við af Jóni Þór Haukssyni, sem var látinn fara í vikunni eftir dapurt gengi á leiktíðinni, en Skagamenn eru á botni Bestu deildarinnar.

Þetta er fyrsta starf Lárusar í sjö ár, en þessi fyrrum landsliðsmaður Íslands var áður þjálfari Þórs og KF. Hann hefur slegið í gegn sem sérfræðingur um Bestu deildina á SÝN undanfarin ár.

Tilkynning ÍA.
Lárus Orri Sigurðsson ráðinn þjálfari meistaraflokks karla.

Lárus Orri Sigurðsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Lárus Orri mun taka formlega við þjálfun ÍA eftir leik liðsins gegn Stjörnunni sem fram fer á morgun og mun hann stýra liðinu út keppnistímabilið. Þjálfarateymi liðsins verður að öðru leyti óbreytt.

Lárus Orri ólst upp á Akranesi og lék með yngri flokkum ÍA við góðan orðstír allt þar til hann flutti til Akureyrar á unglingsaldri. Þar lék hann með meistaraflokki Þórs í nokkur ár. Hann átti magnaðan atvinnumannaferil í Englandi sem spannaði 10 ár þar sem hann lék með Stoke og WBA, bæði í Championship deildinni og Premier League. Hann á að baki 42 A landsleiki og spilaði auk þess með öllum yngri landsliðum Íslands. Lárus Orri á farsælan 10 ára feril að baki í þjálfun meistaraflokka Þórs á Akureyri og KF.

Við fögnum því mjög að fá Lárus Orra aftur til baka á æskuslóðirnar á Skaganum og hlökkum til að starfa með honum. Hann býr yfir mikilli reynslu og þekkingu sem leikmenn okkar og aðrir sem starfa í kringum félagið munu njóta góðs af.

Við bjóðum Lárus Orra innilega velkominn á Skagann!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi

Staðfestir ástarsamband sitt með áhrifavaldi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal

Gyokeres til að í að gefa eftir 285 milljónir til að komast til Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“

Þetta hefur þjóðin að segja um grátlegt kvöld – „Þá þýðir það að KSÍ tekur kvennabolta ekki alvarlega“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss

Einkunnir leikmanna Íslands eftir ömurlega svekkjandi tap í Sviss