fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Mikael kostar tæpar 300 milljónir

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 22. júní 2025 09:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson má fara frá danska félaginu AGF fyrir um 2 milljónir evra, eða um 287 milljónir íslenskra króna, vegna klásúlu í samningi hans.

Um þetta er fjallað í danska fótboltahlaðvarpinu Mediano, en Mikael skrifaði undir nýjan samning til 2028 fyrr á þessu ári og var klásúlan umrædda þá sett í hann.

Mikael átti gott tímabil í dönsku úrvalsdeildinni í vetur og var algjör lykilmaður í liði AGF, sem hafnaði í sjötta sæti eftir dapran lokasprett, en liðið var lengi vel í baráttu um Evrópusæti.

Það voru breytingar gerðar hjá AGF eftir tímabilið og er Jakob Poulsen tekinn við af Uwe Rösler. Samkvæmt danska miðlinum Bold má búast við að það hafi töluverðar breytingar í för með sér á leikmannahópnum.

Það er spurning hvort eitthvað félag freisti þess að virkja klásúluna í samningi Mikaels, sem á að baki 33 A-landsleiki, í glugganum í sumar. Hann hefur verið hjá félaginu í fimm ár og átt marga góða spretti með því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“

Sandra um muninn: „Eitt af því sem einkennir okkur“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga

Leikmenn Liverpool mættu til æfinga í dag eftir erfiða daga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Í gær

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“

„Það var þungt yfir en við höfum hvora aðra“