fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

„Mér fannst Vanda sýna það og staðfesta fyrir okkur öllum að hún er ekki rétta manneskjan“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. desember 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Viðar Björnsson fyrrum framherji FH og sérfræðingur hjá Stöð2 Sport efast um að Vanda Sigurgeirsdóttir sé rétta manneskjan til að leiða KSÍ á næstu árum.

Vanda tók til starfa í október sem formaður bráðabirgðar stjórnar. Hún ætlar að sækjast eftir endurkjöri á ársþingi KSÍ í febrúar.

Atli Viðar ræddi um málið í Þungavigtinni í dag þar sem hann var gestur. Hann kveðst efast um hæfni Vöndu eftir ummæli hennar um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen.

„Mér finnst hún hafa verið í vandræðum en sennilega aldrei í jafnmiklum vandræðum og í þessari viku. Mér fannst hún sýna það og staðfesta fyrir okkur öllum að hún er ekki rétta manneskjan til að leiða sambandið og hreyfinguna áfram,“ sagði Atli Viðar Björnsson í Þungavigtinni.

Vanda kvaðst í vikunni ekki hafa treyst sér til að ræða málefni Eiðs Smára, hún hefði brostið í grát ef hún rætt málið skömmu eftir að Eiður og KSÍ sömdu um starfslok.

„Með til dæmis þessum ummælum um að hún hafi ekki treyst sér til að svara fyrir. Hvers konar leiðtogi er það sem fer í felur og neitar að svara fyrir eitthvað sem hreyfingin ákveður,“ sagði Atli Viðar.

Kristján Óli Sigurðsson telur að þeir sem skoði framboð gegn Vöndu hugsi sér nú gott til glóðarinnar. „Ég held að þetta gefi mönnum blóð á tennurnar að fara gegn henni,“ sagði Kristján Óli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Bakú – Frábær á sögulegu kvöldi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi

Sannfærandi hjá Strákunum okkar – Úrslitaleikur framundan í Póllandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik

Svona er byrjunarlið Íslands í kvöld – Jóhann Berg spilar sinn 100. landsleik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær útskýrir af hverju Sancho komst ekki á flug hjá United – Fékk slæma eyrnabólgu

Solskjær útskýrir af hverju Sancho komst ekki á flug hjá United – Fékk slæma eyrnabólgu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér

Farnir að nota skó sem eiga að gera kraftaverk fyrir heilann á þér
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu

Opnar sig um alvarlegan alkóhólisma – Mætti reglulega fullur til vinnu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hjörvar heyrði samtal Haaland við samlanda sinn um síðustu helgi og segir frá því sem var sagt

Hjörvar heyrði samtal Haaland við samlanda sinn um síðustu helgi og segir frá því sem var sagt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki

Doku var nálægt því að ganga í raðir Liverpool – Samtal við goðsögn félagsins spilaði inn í að hann gerði það ekki