fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
433Sport

Ronaldo varpar sprengju með ummælum þar sem lítið er gert úr Messi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 14:00

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur varpað sprengju inn í umræðuna er kemur að Gullknettinum. Lionel Messi hlaut verðlaunin nokkuð óvænt á mánudag.

Ronaldo skrifar við færslu á Instagram þar sem talað er um afrek hans og gert lítið úr árangri Messi á þessu ári.

„Staðreynd,“ skrifar Ronaldo við myndina og hefur þetta vakið gríðarlega athygli en Ronaldo endaði í sjötta sæti í kjörinu.

Í færslunni stendur meðal annars. „Ronaldo hefur skorað 43 mörk í ár, þar á meðal sex í fimm leikjum í Meistaradeildinni. Altl mörk sem skipta máli. Hann heldur áfram aðvinna kraftaverk. Þeir settu hann í sjötta sæti, trúir því einhver að það hafi fimm leikmenn verið betri en hann í ár? Ekki neinn,“ segir í færslunni.

Svo er skrifað um Messi. „Hann vann bara bikarinn með Barcelona. Hann hefur ekki skorað mark gegn Real Madrid frá árinu 2018 þegar Ronaldo fór. Hann er í felum í öllum stórleikjum ársins,“ sagði í færslunni.

„Hann vann Copa America, keppni sem á að vera á fjögurra ára fresti en er nánast á hverju ári. Hann skoraði ekki í úrslitum eða undanúrslitum. Hann hefur svo lítið gert með PSG.“

Við þetta skrifar Ronaldo að þetta sé staðreynd

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi

Snýr aftur til að þakka stuðningsmönnum eftir baráttu við andleg veikindi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr

Ætlar sér burt hvort sem Amorim líkar það betur eða verr
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni

Bournemouth býst við að Liverpool setji allt af stað á næstunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar

Segja áhugavert ákvæði í samningi Sigurðar – Ekki víst að hann spili í Laugardalnum næsta sumar
433Sport
Í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær

Haaland bað liðsfélaga um að framkvæma fagnið í gær
433Sport
Í gær

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“

Gríðarlega ánægður með Emery eftir gærdaginn: ,,Taktískur snillingur“
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt

Kristján biður guð um að blessa öll íslensk lið nema eitt