fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu kostuleg viðbrögð Salah þegar hann var spurður um Gullknöttinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Everton tók á móti Liverpool í alvöru nágrannaslag í enska boltanum í gær. Liverpool byrjaði leikinn frábærlega og sáu leikmenn Everton ekki til sólar fyrstu tuttugu mínúturnar. Jordan Henderson kom Liverpool yfir á 9. mínútu og Mohamed Salah tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar.

Eftir annað markið var meira jafnræði á milli liðanna og minnkaði Demaral Gray muninn. Gestirnir komu ákveðnir í seinni hálfleikinn og skoraði Salah þriðja markið eftir frábæran sprett og Diogo Jota skoraði það fjórða með frábæru skoti.

Eftir leik fór Salah í viðtal og var spurður um niðurstöðuna í vali France Football á besta leikmanni heims. Salah hefur átt magnað ár en endaði í sjöunda sæti þegar Gullknötturinn var afhentur.

Hann var spurður um málið að leik loknum og viðbrögð hans voru kostuleg, hann fór að hlæja og sagðist ekkert vilja segja.

Viðbrögðin má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið