fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Hrun í tekjum í Laugardalnum – Léleg mæting og ráðgjafarkostnaður mikill

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 1. desember 2021 15:00

©Torg ehf / Valgardur Gislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má búast við því að rekstur KSÍ gangi ekki eins vel og lagt var upp með í upphafi árs. Þannig var gert ráð fyrir því að KSÍ myndi hagnast um 182 milljónir á þessu ári.

Reksturinn hefur hins vegar verið þungur ef miðað er við fundargerð sambandsins sem birt var í dag. Þar var farið yfir stöðuna eftir níu mánuði á rekstrarárinu.

„Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri kynnti níu mánaða uppgjör sambandsins. Tekjur ársins verða mun lægri en gert var ráð fyrir í áætlun, m.a. covid takmarkana sem vörðu lengur en áætlað var,“ segir í fundargerð KSÍ

Þá gekk illa að selja miða á A-landsleiki karla en mikill stormur hafði geysað í kringum liðið. „Vegna dræmrar miðasölu á landsleiki A landsliðs karla og lægri framlaga frá UEFA en gert var ráð fyrir (færast yfir á næsta ár). Rekstrargjöld eru í flestum tilfellum í samræmi við fjárhagsáætlun en þó fara einstaka liðir framyfir áætlun, sbr. til dæmis ársþing og aukinn ráðgjafarkostnaður.“

Þannig má ætla að ráðgjafarkostnaður tengist þeim erfiðu málum sem KSÍ hefur átt í erfiðleikum með að eiga við.

Kostnaður við landslið er þó minni en ráð var gert fyrir. „Landsliðskostnaður verður lægri en gert var ráð fyrir. Spá fyrir afkomu ársins hefur þó batnað frá 6 mánaða uppgjöri,“ segir í fundargerð KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum