fbpx
Fimmtudagur 26.maí 2022
433Sport

Gifta stjarnan viðurkennir loks að hafa átt samband með konunni sem segir hann eiga barn sitt – Hefur ekki fengið krónu frá honum í uppeldinu

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 28. nóvember 2021 20:30

Jaqueline Sousa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Giftur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur í fyrsta sinn viðurkennt að hafa átt í sambandi með Jaqueline Sousa, konu sem hefur frá því snemma á þessu ári sagt hann vera föður dóttur hennar.

The Sun hefur fjallað um málið reglulega frá því í vor. Af lagalegum ástæðum má ekki nefna leikmanninn í breskum miðlum. Það kemur þó fram að hann sé erlendur (ekki enskur) og að hann sé vel þekkt nafn.

Málið rataði fyrst í fréttamiðla í vor. Þar var fjallað um það að leikmaðurinn hafi meira að segja sett sig í samband við Sousa er hann var í brúðkaupsferð með eiginkonu sinni.

Dóttir Sousa sem á einnig að vera dóttir knattspyrnumannsins er orðin 18 mánaða gömul. Sousa segir manninn ekki hafa veitt þeim neina fjárhagslega aðstoð hingað til.

Leikmaðurinn hefur samþykkt að gangast undir faðernispróf. Nú eru aðilar hins vegar ekki sammála um hvar það eigi að fara fram.

Sousa vill að leikmaðurinn taki prófið erlendis, hún býr ekki á Englandi og segir að þau verði að taka prófið á sömu læknastofu.

,,Hann neitar ekki að við höfum átt í sambandi og að barn hafi fæðst eftir það. Hann er til í að taka faðernispróf,“ sagði Sousa við The Sun nýlega.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Höddi Magg ráðinn til starfa á RÚV – „If you can’t beat them, join them“

Höddi Magg ráðinn til starfa á RÚV – „If you can’t beat them, join them“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Zlatan verður lengi frá – Ekki tekið ákvörðun með framtíðina

Zlatan verður lengi frá – Ekki tekið ákvörðun með framtíðina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin: Ten Hag verður í veseni – Newcastle skákar stórliði

Ofurtölvan stokkar spilin: Ten Hag verður í veseni – Newcastle skákar stórliði
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag harður í horn að taka og setur kröfu á leikmenn í sumarfríi

Ten Hag harður í horn að taka og setur kröfu á leikmenn í sumarfríi