fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
433Sport

Leikmaður Man City sagður hafa náð samkomulagi við Barcelona

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 27. nóvember 2021 10:30

Ferran Torres. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt spænska blaðinu Sport hafa Barcelona og Ferran Torres, leikmaður Manchester City, náð samkomulagi um að sóknarmaðurinn gangi til liðs við Katalóníustórveldið.

Spánverjinn er sagður aðalskotmark Xavi, stjóra Barcelona, í janúarglugganum.

Þá á hinn 21 árs gamli Torres að hafa látið Man City vita að hann vilji ganga til liðs við Börsunga.

Það er þó hins vegar þannig að Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum. Félagið þyrfti að selja nokkra leikmenn frá sér til þess að geta skrapað saman í kaupverðið á Torres. Félögin hafa ekki náð samkomulagi.

Torres hefur aðeins komið við sögu í fjórum leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Hann hefur reynslu úr La Liga þar sem hann lék með Valencia áður en hann gekk í raðir Man City fyrir síðustu leiktíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum
Garner aftur til United?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári

Amorim viðurkennir að tveir lykilmenn gætu kvatt United á næsta ári
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“

Tvær goðsagnir neita að ræða málin um 20 árum seinna – ,,Hann gerði risastór mistök með þessum ummælum“
433Sport
Í gær

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“

Skammaðist sín eftir að hafa tekið sína bestu ákvörðun – ,,Ég var algjör aumingi“
433Sport
Í gær

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
433Sport
Í gær

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin

Segir að Ronaldo sé ekkert að hugsa um mörkin
433Sport
Í gær

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“