fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Davíð kominn aftur til Víkings R. – ,,Hér er verið að blása í herlúðra“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 26. nóvember 2021 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Örn Atlason er á ný orðinn leikmaður Víkings Reykjavíkur eftir erfiða tíma hjá Breiðablik undanfarið ár. Tími hans hjá blikum litaðist af meiðslum og hann náði sér aldrei á flug. Hjá Víkingum gefs honum tækifæri á að komast aftur á flug sem leikmaður.

,,Það er óhætt að segja það ég sóttist svolítið eftir þessu sjálfur eftir að hafa verið með heimþrá í sumar og það er bara gott að þetta sé orðið klárt. þetta tók tíma en er loksins orðið klárt,“ sagði Davíð Örn við 433.is í dag eftir að tilkynnt hafði verið um félagsskipti hans til Víkings Reykjavíkur.

Hann segist lítið geta kvartað yfir spilatíma sínum hjá Breiðablik á síðasta tímabili sem var litað af meiðslum.

,,Ég var náttúrlega meiddur fyrsta hálfa árið og sumarið var svolítið litað af því. Liðið fór á skrið í sumar og ég gat ekkert kvartað yfir spilatíma mínum þar. Gæjinn sem var að spila í bakverðinum var að spila eins og kóngur. Liðið vann flesta leiki en þetta var samt alveg líka skemmtilegt sumar, sérstakega þetta evrópuævintýri. það var gaman að taka þátt í því.“

video
play-sharp-fill

Breiðablik átti í harðri baráttu við Víking Reykjavík um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili, titillinn endaði í Fossvoginum og Davíð segist hafa upplifað sérstakar tilfinningar á þessum tíma.

,,Þetta var sérstakt. Ég spilaði lítið af mínútum í Smáranum þannig að þetta var skrítið. Það var ömurlegt þegar að ég var í Kaplakrika og horfði á KR klúðra vítinu gegn Víkingum en samt af því að maður spilaði ekki allar mínútur með Breiðabliki þá leyfði maður sér að samgleðjast með Víkingi líka. Maður upplifði sérstakar tilfinningar á þessum tíma,“ sem segist vera ánægður með metnaðinn hjá Víkingum en liðið hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum til þessa.

,,Það hefur aldrei vantað upp á metnaðinn hérna í Víkinni, hér er verið að blása í herlúðra en við verðum að átta okkur á því að við erum að missa tvo risa leikmenn í Kára og Sölva.“

En hvernig er standið á Davíð á þessum tímapunkti?

,,Ég er í þvílíkt góðu standi núna. Ég fór í kviðslitsaðgerð í mars og mér gekk erfiðlega að komast á stað eftir það en ég er búinn að vera heill heilsu síðan í júlí . Ég er í toppstandi,“ segir Davíð Örn Atlason, nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings Reykjavíkur.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin

Ten Hag verður ekki rekinn fyrir bikarúrslitaleikin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar

Mourinho á sér draum um endurkomu á Old Trafford í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn

Þessir fimm líklegastir til að taka við United verði Ten Hag rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Í gær

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar
Hide picture