fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Sambandsdeildin: Ísak Bergmann skoraði og lagði upp er FCK fór áfram – Tottenham tapaði gegn Mura

Ísak Gabríel Regal
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 19:45

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FCK Kaupmannahöfn er komið áfram í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar eftir sannfærandi 4-0 sigur á Lincoln Red Imps í kvöld.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Haraldssson voru báðir í byrjunarliði FCK og það var Ísak sem skoraði fyrsta markið eftir fimm mínútna leik. Lukas Lerager bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar og staðan 2-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Ísak Bergmann lagði upp þriðja og fjórða mark FCK en þau skoruðu William Wick og Rasmus Hojlund. FCK sigrar F-riðil og fer því beint áfram í 16 liða úrslitin. Lincoln Red Imps er úr leik.

Tottenham þurfti að sætta sig við 2-1 tap gegn slóvenska liðinu NS Mura. Tomi Hovart kom Mura yfir með glæsilegu marki á 11. mínútu. Ryan Sessegnon fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir rúmlega hálftíma leik og Tottenham orðið manni færri.

Harry Kane tókst að jafna metin í seinni hálfleik en Mura vann leikinn með marki í uppbótartíma, lokatölur 2-1 fyrir slóvenska liðið. Tottenham er í öðru sæti riðilsins þegar ein umferð er eftir og mætir Rennes á heimavelli í lokaumferðinni.

Rennes, Feyenoord, Basel og FC Qarabag eru öll komin áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Í gær

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu