fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Man City vann PSG en bæði lið fara áfram – Dortmund úr leik

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 22:03

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex leikjum er nýlokið í 5. umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

A-riðill

Man City 2-1 PSG

Manchester City tók á móti Paris Saint-Germain í stórleik kvöldsins. Heimamenn fóru með verðskuldaðan sigur af hólmi.

Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með en þegar leið á fyrri hálfleik tók Man City algjörlega yfir leikinn. Á löngum kafla skömmu fyrir leikhlé virtist markið liggja í loftinu. Það kom þó ekki. Markalaust var í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleik, á 50. mínútu, kom Kylian Mbappe PSG svo yfir þvert gegn gangi leiksins.

Forysta PSG lifði þar til á 63. mínútu. Þá jafnaði Raheem Sterling fyrir Man City. Hann skoraði þá eftir góða sókn heimamanna.

Eftir jöfnunarmarkið var Man City alltaf lílklegt til að finna sigurmark og það kom á 76. mínútu. Þá skoraði Gabriel Jesus. Fyrirgjöfina átti Bernardo Silva eftir frábæra sókn Man City. Lokatölur urðu 2-1.

Club Brugge 0-5 RB Leipzig

RB Leipzig valtaði yfir Club Brugge. Liðið var 0-4 yfir í hálfleik eftir mörk frá Christopher Nkunku, Emil Forsberg (2) og Andre Silva. Nkunku bætti fimmta markinu svo við í lok leiks.

Úrslit kvöldsins þýða að bæði Man City og PSG eru komin í 16-liða úrslit fyrir lokaumferðina. Man City er á topp riðilsins með 12 stig og hefur unnið hann. PSG er með 8 stig í öðru sæti. Leipzig er svo með 4 stig í þriðja sæti og Club Brugge í því fjórða með jafnmörg stig.

B-riðill

Atletico Madrid 0-1 AC Milan

AC Milan vann dramatískan sigur á Atletico Madrid á útivelli. Junior Messias gerði sigurmark leiksins á 87. mínútu.

Liverpool 2-0 Porto

Á sama tíma vann Liverpool 2-0 sigur á Porto. Thiago Alcantara og Mohamed Salah gerðu mörk liðsins í seinni hálfleik.

Liverpool var þegar búið að vinna riðilinn fyrir þennan leik. Liðið er nú með 15 stig. Porto er í öðru sæti með 5 stig, Atletico í þriðja sæti með 4 stig og Milan í fjórða sæti, einnig með 4 stig. Þrjú lið berjast því um að fara í 16-liða úrslit með Liverpool.

Mohamed Salah skoraði / Getty Images

C-riðill

Sporting 3-1 Dortmund

Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting.

Pedro Goncalves kom heimamönnum í 2-0 í fyrri hálfleik. Pedro Porro bætti svo við marki fyrir Sporting á 81. mínútu. Donyell Malen klóraði í bakkann fyrir Dortmund.

Ajax er á toppi riðilsins með 15 stig, Sporting í öðru sæti með 9 stig, Dortmund í því þriðja með 6 stig og Besiktas á botninum án stiga. Dortmund getur ekki farið upp fyrir Sporting vegna markatölu í innbyrðisviðureignum.

D-riðill

Sheriff 0-3 Real Madrid

Real Madrid vann öruggan 0-3 sigur á Sherriff. David Alaba og Toni Kroos komu Real í 0-2 í fyrri hálfleik. Karim Benzema bætti svo við marki snemma í seinni hálfleik.

Real er á toppi riðilsins með 12 stig og fer í 16-liða úrslit ásamt Inter sem er með 10 stig í öðru sæti. Sheriff er í þriðja sæti með 6 stig og fer í Evrópudeildina. Shaktar er á botni riðilsins með 1 stig.

Karim Benzema skorar reglulega. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega

Ósætti á bak við tjöldin – Gæti fengið sparkið fljótlega
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lygilegar sögusagnir um leikmann Barcelona

Lygilegar sögusagnir um leikmann Barcelona
433Sport
Í gær

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“

Ummæli hans um eiginkonu vinar síns rötuðu upp á yfirborðið – „Ég vissi af þessu“
433Sport
Í gær

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United

McTominay fundaði með yfirmönnunum og bað um leikmann Manchester United