fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Fréttamaður RÚV hjólar í Vöndu – ,,Var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. nóvember 2021 19:12

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, gagnrýnir Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann KSÍ, harðlega eftir að Ryotaro Suzuki, sendiherra Japan, birti mynd af sér með formanninum í dag.

Suzuki var í heimsókn hjá KSÍ í dag. Japanska kvennalandsliðið mætir því íslenska á morgun. ,,Ég heimsótti KSÍ, hitti Vöndu Sigurgeirsdóttur, formann sambandsins. Japanska kvennalandsliðið mætir því íslenska í vináttukeik í Hollandi á morgun. Vonandi verður það góður leikur,“ skrifaði Suzuki á Twitter.

Vanda hefur verið á allra vörum í dag í kjölfar þess að fréttir bárust af því að KSÍ hafði komist að samkomulagi um starfslok Eiðs Smára Gujohnsen sem aðstoðarlandsliðsþjálfara karla í gærkvöldi.

Vanda hefur ekki svarað fyrir málefni Eiðs Smára það sem af er degi. DV hefur frá því á mánudag reynt að fá Vöndu til að ræða málið enda var byrjað að kvisast út að sambandið ætlaði að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára.

,,Vanda var í vinnunni í dag en vildi bara ekki útskýra risastóra ákvörðun stjórnar KSÍ fyrir fjölmiðlum (og þar með fólkinu í landinu). Gerði það sama fyrir ársþingið, neitaði að tala við fjölmiðla. Þetta er ekki einkafyrirtæki heldur opinbert batterí, stærsta sérsambandið,“ skrifaði Einar Örn harðorður á Twitter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Í gær

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Í gær

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“