fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Gefur lítið fyrir meint kynþáttaníð – „Ég borða banana rosalega oft“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 23. nóvember 2021 12:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Felix Afena-Gyan, nýjasta stjarnan í liði Roma í ítölsku úrvalsdeildinni, segir ekki hafa verið um kynþáttaníð að ræða, þegar að einstaklingur sem var viðstaddur stund þegar að José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, gaf hinum unga leikmanni skó, lét mjög svo óheppileg orð falla.

,,Það eru bananar í kassanum,“ mátti heyra einstakling segja í myndbandi af stundinni þegar að Mourinho afhenti Felix kassa með nýjum skóm fyrir að hafa skorað tvö mörk í leik með Roma á dögunum.

Í kjölfar þess að myndaband af atvikinu fór í dreifingu á samfélagsmiðlum voru margir sem hneyksluðust á þessum ummælum.

Felix sá sig knúinn til þess að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Hann segist ekki hafa móðgast yfir orðunum sem umræddur einstaklingur lét falla. „Ég móðgaðist ekki vegna þessara ummæla og tel að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða. Frá fyrsta degi hjá félaginu hef ég fengið frábærar móttökur hérna, ég er einn af fjölskyldunni. Ég borða banana rosalega oft  og það hefur orðið að gríni á milli okkar stundum. Þessi ummæli voru bara dæmi um það,“ segir Afena-Gyan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“

Flosi formaður tjáir sig um brottreksturinn – „Gengið og stemningin undanfarið ekki verið með þeim hætti sem Breiðablik vill standa fyrir“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við

Breiðablik staðfestir brotthvarf Halldórs – Ólafur Ingi tekur við
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“

Yfirlýsing frá Hlíðarenda: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur við aðkomu okkar að málinu“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn

Rooney segir að Salah sé ekki sökudólgurinn – Kallar eftir því að annarri stjörnu verði hent á bekkinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Í gær

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“

Freyr segir Gylfa hafa hitt naglann á höfuðið – „Erfitt að höndla ef þú gerir hlutina ekki rétt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“

„Stundum þarftu bara að komast í rétt umhverfi til að blómstra“