fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Grétu saman í gær þegar ljóst var að Solskjær yrði rekinn

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 21. nóvember 2021 09:29

Ole Gunnar Solskjaer / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn og starfsmenn Manchester United vissu sem var að Ole Gunnar Solskjær myndi missa starf sitt sem knattspyrnustjóri Manchester United.

Félagið hefur tekið ákvörðun um að reka Solskjær og Mike Phelan aðstoðarmann hans úr starfi. Félagið hefur þó ekki tilkynnt það opinberlega.

Ensk götublöð segja að bæði leikmenn og starfsmenn hafi fellt tár í gær eftir 1-4 tap gegn Watford á útivelli. Voru flestir meðvitaðir um að Solskjær myndi ekki lifa slíkt tap af í starfi.

Stjórn United settist niður í gær á neyðarfundi og samkvæmt grein The Times var ákveðið að láta Solskjær fara.

Gengi liðsins hefur verið hræðilegt undanfarnar vikur en Solskjær hefur verið stjóri United í þrjú ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Í gær

58 ára á leið í nýtt lið

58 ára á leið í nýtt lið