fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Ronaldo sendir stuðningsmönnum Man Utd jákvæð skilaboð fyrir leik morgundagsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 18:18

Cristiano Ronaldo / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United heimsækir Watford í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Stjarna liðsins, Cristiano Ronaldo, hefur sent stuðningsmönnum Man Utd jákvæð skilaboð fyrir leikinn.

Lítið hefur gengið hjá Man Utd síðustu vikur. Liðið hefur til að mynda aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum í öllum keppnum. Rauðu djöflarnir sitja í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir ellefu leiki.

,,Það er kominn tími til að bretta upp ermar á ný og klára þetta verkefni! Við skulum reyna að ná markmiðunum sem við höfum sett okkur,“ skrifaði Ronaldo, sem er nýsnúinn aftur úr landsliðsverkefni með Portúgal, á Twitter.

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, boðaði sex leikmenn félagsins á neyðarfund í gær til að ræða stöðu liðsins. Þetta kemur fram í enskum blöðum.

Solskjær reynir allt til þess að bjarga starfinu sínu en tapi hann gegn Watford á morgun er nokkuð ljóst að hann verður á tæpasta vaði í starfi.

Solskjær fundaði með Harry Maguire, Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Luke Shaw, Victor Lindelof og Nemanja Matic á æfingasvæði félagsins í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys
433Sport
Í gær

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“

Varpar fram kenningu um hvers vegna Salah gerði allt vitlaust – „Ég á rosalega bágt með að sjá það“
433Sport
Í gær

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag

Amorim veit ekki hvort lykilmenn geti spilað á mánudag
433Sport
Í gær

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð