fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Blikar semja við leikmann frá Venesúela – Óskar Hrafn hefur legið yfir honum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. nóvember 2021 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn, Juan Camilo Pérez hefur gert tveggja ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks. Juan Camilo, sem er 22 ára gamall, er örvfættur leikmaður sem getur leikið margar stöður á vellinum. Hann býr yfir miklum hraða og er afar leikinn með boltann.

Juan Camilo kemur frá Carabobo FC í Venezuela en hann hefur einnig leikið með Atlético Venezuela og Deportivo La Guaira. Blikar hafa fylgst með þessum leikmanni í töluverðan tíma og mun hann koma til landsins strax eftir áramótin.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Blika er spenntur að fá Pérez í hópinn. ,,Við erum mjög ánægðir með að hafa fengið Juan Camilo í okkar raðir. Við höfum fylgst með honum töluverðan tíma og teljum að hann muni styrkja Breiðabliksliðið mikið bæði sóknar- og varnarlega. Hann hefur alla þá eiginleika sem við leitum að í leikmönnum, er ungur, orkumikill, fljótur og ákveðinn og við hlökkum til að fá hann til okkar í byrjun janúar“ segir Óskar Hrafn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf

Sádarnir kynna ótrúlega hugmynd – Völlur sem yrði byggður ofan á skýjakljúf
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina

Lið á Englandi skoða stöðu Vinícius Junior eftir hegðun hans um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi

Josep Martinez grunaður um að hafa valdið banaslysi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi

Búist við að stóri dómurinn yfir City falli í næsta landsleikjafríi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði

Líklegt að De Bruyne verði frá í nokkra mánuði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney