fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Er Orri maðurinn sem fer í slaginn við Vöndu? – „Yfirleitt eru tveir + tveir = fjórir“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársþing KSÍ fer fram í febrúar en þá verður formaður sambandsins kosinn til tveggja ára, á sama tíma verður ný stjórn kjörinn. Vanda Sigurgeirsdóttir situr nú í embætti en það er til bráðabirgðar.

Vanda var sjálfkjörinn í embættið í byrjun í október þegar Guðni Bergsson hafði sagt af sér og stjórn hans gerði slíkt hið sama.

Orri Hlöðversson fyrrum formaður Breiðabliks er nú sterklega orðaður við framboð til formanns KSÍ. Hann var að láta af störfum sem formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks en Orri á sæti í stjórn KSÍ.

video
play-sharp-fill

Orri er formaður ÍTF og í gegnum það á hann sæti í stjórn KSÍ. „Yfirleitt eru tveir  + tveir = fjórir. Orri skrifar fallegan pistil og segir takk fyrir sig og talar um önnur verkefni, ég held að þetta sé maðurinn sem ÍTF sé búið að velja. Að þetta sé þeirra kandídat,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson í sjónvarpsþætti okkar á Hringbraut í gær.

Ljóst er að ÍTF getur farið langt með að velja næsta formann enda eru á bak við þau samtök stærstur hluti atkvæði á ársþingi KSÍ.

„ÍTF hefur haldið spilunum þétt að sér, ef þú lest í þetta. Brynjar Níelsson, minn drauma kandídat. Ég er ekki viss hvort hann fari, Willum Þór er kominn í draumastöðu og hann fer ekki í þetta,“ sagði Benedikt.

Ekki er öruggt að einhver bjóði sig fram gegn Vöndu en Benedikt vonar að í febrúar verði farið að ræða meira um fótboltann hjá KSÍ frekar en málefnin utan vallar.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við

Subbuleg slagsmál í miðborginni náðust á myndband – Lögreglan mátti hafa sig alla við
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“

Enn á ný baunað á KSÍ eftir uppákomu í kvöld – „Þessar reglur eru grín og það vita það allir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli
433Sport
Í gær

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild
Hide picture