fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Erfiðir tímar Arons í Þýskalandi: „Nennti eiginlega ekkert að sinna fjölskyldunni“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. nóvember 2021 11:33

Ernir/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, sem á dögunum skrifaði undir þriggja ára samning við efstu deildar lið Vals í knattspyrnu, var gestur í þættinum 433.is sem verður sýndur var á sjónvarpsstöðinni Hringbraut í gær.

Aron kemur heim eftir tæp ellefu ár í atvinnumennsku en ferill hans hefur verið hreint magnaður. Aron hóf atvinnumannaferil sinn í Danmörku, hann hélt síðan til Hollands, Þýskalands, Svíþjóðar og loks Pólland.

Aron lék með Wereder Bremen í Þýskalandi frá 2015 til 2019 en þar ætlaði hann sér stóra hluti. Þegar Aron var heill heilsu gengu hlutirnir vel fyrir sig en hann var talsvert meiddur

Aron varð í þrígang fyrir nokkuð alvarlegum meiðslum sem héldu honum lengi frá knattspyrnuvellinum. „Það var mjög erfitt en á þeim tíma var þetta bara tekið á hörkunni og ekkert væl. Konan talar ekki vel um þennan tíma er ég var að kljást við þessi meiðsli,“ sagði Aron í þættinum.

Dagarnir á þessu tímabili á knattspyrnuferli Arons voru langir og erfiðir. ,,Þetta var þannig að ég fór á æfingu klukkan átta um morguninn og var að koma heim klukkan fjögur og settist bara í sófann. Talaði ekki við neinn, nennti ekki að fara út og nennti eiginlega ekkert að sinna fjölskyldunni.“

Þegar hann horfir til baka á þennan tíma sér Aron að honum leið ekki alltaf vel. ,,Þegar að maður lítur til baka þá er það alveg augljóst að manni leið ekki vel á þessum tíma.“

Allt viðtalið við Aron má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“

Þetta beið Arons Einars þegar hann snéri aftur heim í gær – „Kemur pabbi, við elskum þig“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár

Cristiano Ronaldo mætir á fund Donald Trump í Hvíta húsinu í dag – Ekki komið til Bandaríkjanna í mörg ár
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla
433Sport
Í gær

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp
433Sport
Í gær

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin