fbpx
Mánudagur 17.janúar 2022
433Sport

Aron Jó skrifar undir hjá Val í vikunni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. nóvember 2021 11:00

Aron Jóhannsson í leik með bandaríska landsliðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson mun skrifa undir samning við Val í vikunni ef ekkert óvænt kemur uppá. Þetta kom fram í Dr. Football hlaðvarpinu í morgun.

Greint var frá því í síðustu viku að Aron hefði valið að ganga í raðir Vals. Víkingur, Breiðablik og FH höfðu rætt við hann.

Aron mun samkvæmt Dr. Football hlaðvarpinu skrifa undir samning sinn við Val í vikunni en hann mun ljúka læknisskoðun hjá félaginu í dag.

Aron sem er 31 árs gamall rifti samningi sínum við Lech Poznan í Póllandi á dögunum. Ástæðan var sú að Aron meiddist á öxl og tæpt var að hann myndi spila fleiri leiki fyrir pólska félagið.

Hann hefur átt frábæran feril í atvinnumennsku síðustu ellefu ár. Hann hefur spilað með AGF í Danmörku, AZ Alkmaar í Hollandi, Werder Bremen í Þýskalandi, Hammarby í Svíþjóð og nú síðast Poznan í Póllandi.

Aron hafði æft með Vali fyrir tæpu ári síðan. Tímabil Vals í sumar voru vonbrigði og er ljóst að Aron ætti að styrkja liðið verulega.

Hann á að baki nokkurn fjölda leikja fyrir landslið Bandaríkjanna en frægt var þegar hann kaus að velja að spila fyrir Bandaríkin fremur en Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hjörvar sendi væna pillu í Hafnarfjörðinn – ,,Þeir eru ekki að versla þetta úr Byko, þeir eru að versla þetta úr einhverjum gámi“

Hjörvar sendi væna pillu í Hafnarfjörðinn – ,,Þeir eru ekki að versla þetta úr Byko, þeir eru að versla þetta úr einhverjum gámi“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guðlaugur Victor með bandið í jafntefli

Guðlaugur Victor með bandið í jafntefli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svakaleg upphæð sem félagið sem krækir í Haaland þarf að reiða fram

Svakaleg upphæð sem félagið sem krækir í Haaland þarf að reiða fram
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þénar 44 milljónir á viku en neitaði að mæta í vinnuna

Þénar 44 milljónir á viku en neitaði að mæta í vinnuna
433Sport
Í gær

Haaland: Þeir eru að pressa á mig að taka ákvörðun

Haaland: Þeir eru að pressa á mig að taka ákvörðun
433Sport
Í gær

Finnst Man Utd minna á Liverpool liðið undir stjórn Hodgson

Finnst Man Utd minna á Liverpool liðið undir stjórn Hodgson
433Sport
Í gær

Arnar Þór: „Ekki ætlast til þess að tíu leikmenn stígi upp og geri tilkall“

Arnar Þór: „Ekki ætlast til þess að tíu leikmenn stígi upp og geri tilkall“