fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Akurnesingar brjálaðir út í Benedikt: Kallaður Reykjavíkur rotta en neitar að biðjast afsökunar

433
Miðvikudaginn 6. október 2021 13:00

Benedikt Bóas Hinriksson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Bóas Hinriksson blaðamaður á Fréttablaðinu gerði marga Akurnesinga reiða með ummælum sínum í lok ágúst. Benedikt var þá gestur í sjónvarpsþætti okkar á Hringbraut.

Staða ÍA í efstu deild karla í knattspyrnu á þeim tíma var ekki góð, allt benti til þess að liðið myndi falla um deild.

„Þegar þeir einbeita sér að fótbolta eru þeir fínir, þeir eru að einbeita sér að einhverju mjög furðulegum hlutum. Ég held að vegferðin sem þeir eru á, árásargirni á bekknum og annað. Það er að koma þeim í koll, það nennir þeim enginn í efstu deild. Drullið ykkur niður,“ sagði Benedikt um ÍA 24 ágúst.

Liðið var þá í fallsæti en ótrúleg bæting í úrslitum varð til þess að ÍA hélt sæti sínu. Liðið er nú í bikarúrslitum og með öruggt sæti í deild þeirra bestu. „Skagamenn hoppuðu upp um leið og sætið var tryggt, þeir baunuðu á þig. Viltu biðja þá afsökunar,“ sagði Hörður Snævar Jónsson stjórnandi þáttarins.

Færsla með ummælum Benna fékk yfir 500 „like“

Margir Skagamenn létu Benedikt heyra það á samfélagsmiðlum en hann neitar að biðjast afsökunar. „Nei, ég þarf þess ekkert. Á þessum tímapunkti þá gat Skaginn ekki neitt, þú bentir mér á að þeir ættu góða þrjá leiki eftir í restina. Ég hafði ekki trú á að þeir myndu vinna þá alla, allt hrós á þá. Hvernig Jói Kalli missir aldrei trúna. Hann er alltaf eins,“ sagði Benedikt sem er fæddur og uppalinn frá Mývatni.

Benedikt hefur sterkar teningar við Akranes og segir. „Tengdaforeldrar mínir eiga heima uppi á Skaga, ég er alltaf þarna.“

Þáttinn má sjá í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“