fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Enski deildarbikarinn: Arsenal hafði betur gegn Leeds – Chelsea og Sunderland áfram eftir vítaspyrnukeppni

Helga Jónsdóttir
Þriðjudaginn 26. október 2021 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum var að ljúka í 16-liða úrslita í enska deildarbikarnum. Arsenal, Chelsea og Sunderland tryggðu sér farseðilinn í 8-liða úrslitin.

Fyrri hálfleikur í leik Arsenal og Leeds var nokkuð opinn og skemmtilegur þrátt fyrir markaleysið. Báðir markmenn þurftu að verja nokkrum sinnum en það reyndi aðeins meira á Leno. Leikmenn Arsenal komu einbeittir í seinni hálfleik en Calum Chambers kom þeim yfir á 55. mínútu með sinni fyrstu snertingu. Edward Nketiah tvöfaldaði forystuna 15 mínútum síðar og þar við sat og Arsenal tryggir sér því farseðilinn í 8-liða úrslitin.

Chelsea tók á móti Southampton á Stamford Bridge. Jafnræði ríkti meðal liðanna í leiknum en Chelsea var meira með boltann. Kai Havertz braut ísinn rétt fyrir hálfleikinn en Che Adams jafnaði metin fyrir Southampton í byrjun seinni hálfleiks. Liðin náðu ekki að bæta við fleiri mörkum og þá var haldið í vítaspyrnukeppni. Mount var sá eini í Chelsea klikkaði á sinni spyrnu en það kom ekki að sök þar sem bæði Walcott og Smallbone klúðruðu sínum vítum.

Loks tók QPR á móti Sunderland en þeim leik lauk með markalausu jafntefli. Þá var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Sunderland hafði betur en aðeins einn leikmaður QPR skoraði úr sinni spyrnu.

Arsenal 2 – 0 Leeds
1-0 Calum Chambers (´55)
2-0 Edward Nketiah (´69)

Chelsea 1 – 1 Southampton (4-3 eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Havertz (´44)
1-1 Adams (´47)

QPR 0 – 0 Sunderland (1-3 eftir vítaspyrnukeppni)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna

Steven Caulker riftir samningi sínum við Stjörnuna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“

Veltu fyrir sér grein hins virta blaðs – „Þeir hafa kannski ætlað að búa til einhverjar fyrirsagnir“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja

Myndbirting Eggerts Magnússonar vekur mikla athygli – Frá boltastrák í samherja
433Sport
Í gær

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni
433Sport
Í gær

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur

United segir upp leigusamningi sínum í London til að spara aur