fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Enn á ný kemur Barton sér í kastljósið – Liggur undir mikilli gagnrýni eftir að hafa líkt frammistöðu liðsins við helförina

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 26. október 2021 11:30

Joey Barton. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton, knattspyrnustjóri Bristol Rovers, hefur fengið á sig mikla gagnrýni eftir orð sem hann lét falla eftir 3-1 tap Bristol Rovers gegn Newport á dögunum. Barton líkti frammistöðu síns liðs við helförina og hefur í kjölfarði verið hvattur til þess að íhuga stöðu sína sem knattspyrnustjóri.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Barton kemur sér á forsíður blaðanna í Bretlandi en hann er þekktur vandræðagemsi eftir knattspyrnuferil sinn. Þessi líking Bartons hefur vakið hörð viðbrögð, Helen Hyde, trúnaðarmaður miðstöðvar og safns um helförina segir orð Bartons bera vott um þekkingarleysi.

,,Ég held að herra Barton viti ekki hvað orðið þýði og hann er greinilega ekki meðvitaður um það hversu mikla sorg og móðgun hann hefur orsakað hjá mörgum. Ég hvet hann til þess að afla sér þekkingar um þessa hörmulega atburði,“ sagði Helen Hyde, í samtali við BBC.

Forráðamenn Bristol Rovers hafa ekki tekið þetta atvik fyrir á fundi hjá sér og neita að tjá sig um það að svo stöddu.

Helförin var skipulagt fjöldamorð Nasista, undir stjórn Adolfs Hitlers, í seinni heimstyrjöldinni. Alls voru í kringum sex milljónir gyðinga drepnir. Markmið fjöldamorðanna var að útrýma gyðingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu

Pogba tekur að sér nýtt verkefni í lífinu – Hannar fatalínu og fyrsta upplag er komið í sölu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra

Meistaradeildin: Með Salah á bekknum blómstraði Liverpool – Bayern og Chelsea með öfluga sigra
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“

Höskuldur segir tíðindin af brottrekstri Halldórs hafa verið létt sjokk – „Fyrir utan að vera frábær þjálfari er hann geggjaður gaur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Í gær

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig

Er orðinn verulega efins um verkefnið sem er í gangi og horfir í kringum sig
433Sport
Í gær

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn

Tvö félög í Bestu deildinni sögð horfa í Vesturbæinn