fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Barcelona í vandræðum – Pedri og de Jong báðir á meiðslalistanum

Ísak Gabríel Regal
Mánudaginn 25. október 2021 21:04

Pedri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn bætist ofan á vandamál Barcelona en Frenkie de Jong, miðjumaður liðsins, er meiddur aftan í læri og verður fjarri góðu gamni á næstu vikum en þetta kemur fram í frétt í Athletic.

Barcelona beið 2-1 ósigur gegn Real Madrid í El Clasico um síðustu helgi þar sem mörk frá David Alaba og Lucas Vazques tryggðu Madrídarliðinu sigur.

De Jong fór meiddur af velli þegar 13 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Sergi Roberto kom inn á í hans stað. Barcelona situr í 9. sæti deildarinnar með 15 stig, níu stigum á eftir toppliði Real Sociedad með leik til góða.

Hinn bráðefnilegi Pedri er einnig á meiðslalistanum en æfði með liðinu um síðustu helgi. Samkvæmt frétt á Mundo Deportivo fann Pedri fyrir verk í nára á æfingunni og þurti að draga sig til hlés. Hann fór í skoðun í dag og þarf að bíða og sjá hve alvarleg meiðslin eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann

Ferguson ánægður með stöðu mála á Old Trafford – Nefnir sérstaklega einn leikmann
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni

Leikmaður Liverpool segir sögurnar um sig ýktar – Boðar ákvörðun á næstunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum

Knattspyrnugoðsögnin snýr sér að annarri íþrótt eftir að hafa slegið í gegn í langhlaupum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“

Tuchel tjáir sig um ósætti Bellingham – „Hegðun og virðing skipta öllu“