fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Suarez og Messi vilja ólmir spila saman aftur – Þetta er líklegasti áfangastaðurinn

Helga Jónsdóttir
Sunnudaginn 24. október 2021 12:30

Suarez og Messi fagna marki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luis Suarez og Lionel Messi voru frábærir saman þegar þeir voru upp á sitt besta hjá Barcelona. Þeir eru einnig bestu vinir utan vallar og vilja eindregið spila saman aftur.

Suarez fór til Atletico Madrid á síðasta árið og átti sinn þátt í því að liðið varð meistari. Messi gekk til liðs við PSG í sumar vegna fjárhagsvandræða Barcelona sem gerði það að verkum að félagið gat ekki samið við hann.

Þeir félagarnir eru ennþá góðir vinir og fóru til dæmis saman í sumarfrí með fjölskyldum sínum í sumar. Þeir vilja ólmir fá að spila saman aftur og samkvæmt Diario Sport ætla þeir báðir til Bandaríkjanna sumarið 2023. Samningur Messi við PSG rennur út það sumar en samningur Suarez við Atletico rennur út sumarið 2022 en hann er í viðræðum um eins árs framlengingu.

Líklegasti áfangastaðurinn er Inter Miami, félagið sem er í eigu David Beckham, og telja fjölmiðlar á Spáni að viðræður hafi nú þegar átt sér stað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það

Innbrotsþjófar sem rændu fyrir 200 milljónir borga 167 krónur í sekt fyrir það
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni

Fyrrum starfsmaður City segir að stóri dómurinn falli á næstunni