fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
433Sport

Hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Karólínu sem var utan hóps hjá Bayern – Vill að allir leikmenn séu að spila reglulega

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 15:00

Mynd: Bayern Munchen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist auðvitað hafa áhyggjur þegar að leikmenn landsliðsins spila ekki fyrir félagslið sín. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í stöðu Karolínu Leu Vilhjálmsdóttur hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen.

Karolina Lea var ekki í leikmannahópi Bayern í síðasta leik liðsins gegn Eintracht Frankfurt og þá hefur hún lítið spilað fyrir liðið að undanförnu. ,,Auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila reglulega. Það skiptir hana náttúrulega miklu máli bara upp á hennar farmför að gera að hún sé að spila reglulega. Vonandi vinnur hún sig inn í þetta. Það er mikil samkeppni hjá Bayern Munchen og ef hún kemst í gegnum hana þá er það frábært,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á blaðamannafundi í dag.

Karólína gekk til liðs við Bayern Munchen frá Breiðablik á þessu ári. Hún skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við þýska liðið. Karolína er uppalin hjá FH en hún gekk til liðs við Breiðablik árið 2017. Hún á að baki 78 leiki í efstu deild hér á landi og 9 A-landsleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kane tjáir sig um orðrómana

Kane tjáir sig um orðrómana
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Góð tíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina

Skákuðu sjálfum sér í vafasömum tölfræðiþætti um helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool

Neville ræðir orðróma sem hann hefur heyrt um framtíð Slot hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær

Sendir frá sér yfirlýsingu eftir ótrúlegt atvik á Old Trafford í gær
433Sport
Í gær

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári

Segja að Ronaldo og Georgina muni brjóta þessa hefð í brúðkaupi sínu á næsta ári
433Sport
Í gær

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar

Söðlar um innan Lengjudeildarinnar