fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Hefur áhyggjur af stöðu mála hjá Karólínu sem var utan hóps hjá Bayern – Vill að allir leikmenn séu að spila reglulega

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 19. október 2021 15:00

Mynd: Bayern Munchen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist auðvitað hafa áhyggjur þegar að leikmenn landsliðsins spila ekki fyrir félagslið sín. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í dag er hann var spurður út í stöðu Karolínu Leu Vilhjálmsdóttur hjá Þýskalandsmeisturum Bayern Munchen.

Karolina Lea var ekki í leikmannahópi Bayern í síðasta leik liðsins gegn Eintracht Frankfurt og þá hefur hún lítið spilað fyrir liðið að undanförnu. ,,Auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila reglulega. Það skiptir hana náttúrulega miklu máli bara upp á hennar farmför að gera að hún sé að spila reglulega. Vonandi vinnur hún sig inn í þetta. Það er mikil samkeppni hjá Bayern Munchen og ef hún kemst í gegnum hana þá er það frábært,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á blaðamannafundi í dag.

Karólína gekk til liðs við Bayern Munchen frá Breiðablik á þessu ári. Hún skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við þýska liðið. Karolína er uppalin hjá FH en hún gekk til liðs við Breiðablik árið 2017. Hún á að baki 78 leiki í efstu deild hér á landi og 9 A-landsleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Í gær

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo
433Sport
Í gær

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Í gær

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna
433Sport
Í gær

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram