fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Samkynhneigður leikmaður í ensku úrvalsdeildinni er hræddur við að opinbera kynhneigð sína – ,,Ég verð krossfestur“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. október 2021 14:34

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkynhneigður leikmaður í ensku úrvalsdeildinni er hræddur við að opinbera kynhneigð sína og hefur leitað sér sálfræðiaðstoðar til þess að opna sig um sín málefni.

Leikmaðurinn er hræddur við að stuðningsmenn annarra liða í deildinni kunni að nota kynhneigð sína gegn sér. ,,Það er árið 2021 og ég ætti að geta sagt öllum frá því hver ég er,“ segir leikmaðurinn en The Sun birti grein um málið.

,,Það eru stuðningsmenn á pöllunum sem eru enn fastir á árunum í kringum 1980 hvað þetta varðar. Ég vil opna mig um þetta vegna þess að ég er eins og ég er og ég er stoltur af því. En í sannleika sagt verð ég krossfestur,“ segir leikmaðurinn.

Leikmaðurinn er frá Bretlandseyjum og hefur sett sig í samband við Amal Fashanu, frænku Justins Fashanu, fyrrverandi leikmanns Norwich City sem kom út úr skápnum árið 1990 og tók sitt eigið líf árið 1998.

Amal gerði heimildarmynd um frænda sinn og hefur komið af stað góðgerðarsamtökum sem miða að því að tækla homofóbíu og rasisma innan knattspyrnuheimsins.

Í fyrra var greint frá því að tveir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hefðu sagt nánustu vinum og fjölskyldu frá því að þeir væru samkynhneigðir en að þeir væru hræddir við að opinbera það fyrir umheiminum.

,,Árið 2021 er árið sem við höfum verið svo meðvituð um samfélagið sem við lifum og hrærumst í og þetta ætti að vera hinn fullkomni tími fyrir samkynhneigðan atvinnumann í einni bestu deild í heimi að koma út úr skápnum. Raunveruleikinn er hins vegar sá að homofóbía, sérstaklega á netinu er meiri en nokkru sinni áður. Við verðum að verja þessa leikmenn,“ segir Amal Fashanu, kvikmyndagerðarkona og aktívisti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku

Þakklátur foreldrum sínum – Keyrðu hann 500 kílómetra oft í viku
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið
433Sport
Í gær

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband

Fólk trúir ekki eigin augum yfir snilli ungstirnis Arsenal – Myndband
433Sport
Í gær

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök

Carragher búinn að fá nóg – Segir þessa ákvörðun Slot vera brottrekstrarsök