fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
433Sport

Enska landsliðið þarf að spila næsta heimaleik sinn á bak við luktar dyr – Knattspyrnusambandið sektað um tæpar 15 milljónir

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. október 2021 15:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska karlalandsliðið mun þurfa að spila næsta heimaleik sinn á Wembley á bak við luktar dyr, engir áhorfendur verða leyfðir á vellinum. Þetta eru meðal annars afleiðingar þess að stuðningsmenn enska landsliðsins náðu að þröngva sér leið inn á Wembley án þess að vera með miða á úrslitaleik Evrópumótsins sem fór fram þann 11. júlí síðastliðinn.

Nítján lögreglumenn særðust í barningnum. Lagðar voru inn fjölmargar kærur til Evrópska knattspyrnusambandsins og flestar þeirra snerust um atvik sem áttu sér stað inn á Wembley en einnig áttu sér stað átök fyrir utan völlinn sjálfan.

Auk þess að þurfa að spila næsta heimaleik sinn á bak við luktar dyr, var enska knattspyrnusambandið sektað um 100.000 pund fyrir að hafa meðal annars mistekist að koma í veg fyrir að áhorfandi næði að hlaupa inn á völlinn. Það jafngildir tæpum 15 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Vill ekki fara í janúar

Vill ekki fara í janúar
433Sport
Í gær

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn

Á enn erfitt með að fyrirgefa að Gylfi Þór hafi verið sniðgenginn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins

Þjálfarinn fimm árum yngri en elsti leikmaður liðsins
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu

Ramos reynir að fjárfesta í fyrrum félagi sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 2 dögum

U-beygja hjá leikmanni United

U-beygja hjá leikmanni United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta