fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Enska landsliðið þarf að spila næsta heimaleik sinn á bak við luktar dyr – Knattspyrnusambandið sektað um tæpar 15 milljónir

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 18. október 2021 15:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska karlalandsliðið mun þurfa að spila næsta heimaleik sinn á Wembley á bak við luktar dyr, engir áhorfendur verða leyfðir á vellinum. Þetta eru meðal annars afleiðingar þess að stuðningsmenn enska landsliðsins náðu að þröngva sér leið inn á Wembley án þess að vera með miða á úrslitaleik Evrópumótsins sem fór fram þann 11. júlí síðastliðinn.

Nítján lögreglumenn særðust í barningnum. Lagðar voru inn fjölmargar kærur til Evrópska knattspyrnusambandsins og flestar þeirra snerust um atvik sem áttu sér stað inn á Wembley en einnig áttu sér stað átök fyrir utan völlinn sjálfan.

Auk þess að þurfa að spila næsta heimaleik sinn á bak við luktar dyr, var enska knattspyrnusambandið sektað um 100.000 pund fyrir að hafa meðal annars mistekist að koma í veg fyrir að áhorfandi næði að hlaupa inn á völlinn. Það jafngildir tæpum 15 milljónum íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórt nafn til nýliðanna

Stórt nafn til nýliðanna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun

Davíð Smári skrifar undir í Njarðvík á morgun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi

Staðfesta að leikmaður þeirra hafi orðið fyrir hnífaárás – Tíu stungnir um borð í lest á Englandi