fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Hin umdeilda Wanda Nara sögð hafa sparkað eiginmanninum – ,,Aftur skemmirðu fjölskyldu fyrir kynlíf“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 17. október 2021 12:16

Wanda Nara. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wanda Nara, umboðsmaður og eiginkona Mauro Icardi, sem leikur með Paris Saint-Germain, virðist saka leikmanninn um framhjáhald í Instagram-færslu. Þá hefur hún hætt að fylgja honum á samfélagsmiðlum, ásamt því að eyða fjölda myndum af þeim.

Nara er ansi umdeild og tekur fyrirsagnirnar reglulega. Hún fór til að mynda frá Maxi Lopez, sem á þeim tíma var liðsfélagi Icardi, til þess að vera með þeim síðarnefnda. Nara sakaði Lopez einnig um framhjáhald.

,,Aftur skemmirðu fjölskyldu fyrir kynlíf,“ skrifaði Nara á Instagram. Með þessum orðum virðist hún saka eiginmann sinn um framhjáhald.

Samkvæmt breska götublaðinu The Sun hefur parið nú þegar slitið sambandinu.

Nara og Icardi giftu sig árið 2014. Þau eiga saman tvö börn. Nú er útlit fyrir að leiðir stjörnuparsins séu að skilja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
433Sport
Í gær

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
433Sport
Í gær

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“