fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Tólf ár liðin frá mögnuðu atviki – Svakaleg óheppni Liverpool – Stuðningsmaður fékk morðhótanir

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 17. október 2021 13:53

Pepe Reina fékk á sig markið furðulega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf ár eru liðin frá því í dag þegar Darren Bent skoraði sigurmark Sunderland gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það eitt og sér er kannski ekki fréttnæmt en markið er ansi eftirminnilegt. Boltinn hafði nefnilega viðkomu í strandbolta sem stýrði honum framhjá Pepe Reina í marki Liverpool.

Callum Campbell, þá 16 ára gamall, kastaði boltanum inn á völlinn. Hann er stuðningsmaður Liverpool og um algjört óviljaverk var að ræða.

,,Þetta var ég. Ég gerði þetta (kastaði boltanum inn á) og náðist á mynd. Mér þykir þetta svo leitt,“ sagði Campbell eftir leikinn.

,,Þetta er mín versta martröð. Þegar ég kom heim ældi ég í garðinn – og það er áður en morðhótanirnar bárust mér.“

,,Þetta var bara grín. Ef ég gæti farið aftur í tímann myndi ég kasta boltanum í átt að stuðningsmönnum frekar en inn á völlinn.“

,,Sjónvarpið lét þetta líta út fyrir að ég hafi kastað boltanum inn á og að hann hafi strax haft viðkomu í fótboltanum sem var verið að nota. Sannleikurinn er hins vegar sá að leikurinn var ekki byrjaður þegar ég kastaði boltanum inn á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum