fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Tólf ár liðin frá mögnuðu atviki – Svakaleg óheppni Liverpool – Stuðningsmaður fékk morðhótanir

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 17. október 2021 13:53

Pepe Reina fékk á sig markið furðulega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tólf ár eru liðin frá því í dag þegar Darren Bent skoraði sigurmark Sunderland gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Það eitt og sér er kannski ekki fréttnæmt en markið er ansi eftirminnilegt. Boltinn hafði nefnilega viðkomu í strandbolta sem stýrði honum framhjá Pepe Reina í marki Liverpool.

Callum Campbell, þá 16 ára gamall, kastaði boltanum inn á völlinn. Hann er stuðningsmaður Liverpool og um algjört óviljaverk var að ræða.

,,Þetta var ég. Ég gerði þetta (kastaði boltanum inn á) og náðist á mynd. Mér þykir þetta svo leitt,“ sagði Campbell eftir leikinn.

,,Þetta er mín versta martröð. Þegar ég kom heim ældi ég í garðinn – og það er áður en morðhótanirnar bárust mér.“

,,Þetta var bara grín. Ef ég gæti farið aftur í tímann myndi ég kasta boltanum í átt að stuðningsmönnum frekar en inn á völlinn.“

,,Sjónvarpið lét þetta líta út fyrir að ég hafi kastað boltanum inn á og að hann hafi strax haft viðkomu í fótboltanum sem var verið að nota. Sannleikurinn er hins vegar sá að leikurinn var ekki byrjaður þegar ég kastaði boltanum inn á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“

Sauð gjörsamlega upp úr í umræðu um Halldór og viðtalið umtalaða – „Ekki vera eins og lítill krakki hérna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið

Aftur skoraði Viktor Bjarki í Meistaradeildinni – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr

Gerrard vill ekki fara í starf á Englandi fyrr en í apríl – Myndi tapa tæpum tveimur milljörðum ef hann kæmi fyrr
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag

Líflína fyrir Jack Grealish – Sjáðu hver faðmaði hann á mánudag