fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Varpa ljósi á eiginleika sem einkennir bestu knattspyrnuleikmenn í heimi

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 14. október 2021 15:00

Xavi/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fótboltasálfræðingurinn Geir Jordet, birtir áhugaverðan þráð á samfélagsmiðlinum Twitter um mikilvægi leikskilnings og skönnunar knattspyrnumanna. Geir segir það einkenna bestu leikmenn í heimi að þeir eru vel meðvitaðir um stöðu sína og aðstæður á vellinum á meðan leik stendur.

Geir Jordet hefur skoðað þennan eiginleika knattspyrnumanna frá áromi 1997. Síðan þá hefur hann, ásamt hópi af fræðimönnum myndað og greint 250 atvinnumenn í knattspyrnu og 200 frambærilega yngri leikmenn. Aðal niðurstaða rannsókna Geir Jordet og félaga er að bestu leikmennirnir horfa á leikinn og meta aðstæður betur en aðrir leikmenn. Aðrir horfa meira á boltann.

En hvað er skönnun? Leikmaður skannar aðstæður þegar að höfuðið eða augun einblína ekki á boltann, markmiði með þessu er að undirbúa aðgerðir með bolta.

„Fylgni er á milli tíðni skönnunar og hærra hlutfalls heppnaðra sendinga og framsæknari sendinga,“ skrifar Geir Jordet á Twitter.

Niðurstöður Geir Jordet og félaga benda til þess að skönnun geti líklegast gagnast leikmönnum í öllum stöðum á knattspyruvellinum en að miðjumenn skanni mest.

Xavi fremstur meðal jafningja:

Af öllum þeim leikmönnum sem fylgst var með frá árinu 1997 er það spánverjinn Xavi Hernández sem lék lengst af með Barcelona sem hefur hæstu tíðni skönnunar.

Mynd: Skjáskot/ Twitter @GeirJordet

Tekið var viðtal við Xavi og honum greint frá þessum niðurstöðum og þá kemur í ljóst að skönnun hefur fylgt honum í hans daglega lífi.

,,Þetta er þráhyggja hjá mér. Þegar að ég gekk inn í þetta herbergi skoðaði ég hvernig stólunum og borðunum var raðað upp. Ég vil alltaf sitja þar sem að ég get séð allt herbergið. Þetta eru viðbrögð há mér, ég geri þetta alltaf vegna þess að ég vil hafa stjórnina. Ég er ekki mikið fyrir óvænta hluti og vil alltaf vita hvað gerist næst,“ sagði Xvi í viðtali sem birtist á sofoot.com.

Xavi / GettyImages

Vill sjá þetta kennt frá unga aldri:

,,En það er ekki nóg fyrir leikmann að skanna bara,“ skrifar Geir Jordet. Leikmaðurinn verður að geta unnið úr upplýsingunum sem hann aflar með skönnuninni og láta þær skila sér í aðgerðum. Geir vill að byrjað verði að kenna skönnun snemma hjá ungu knattspyrnufólki.

Þráð Geirs Jordet í heild sinni má lesa og skoða hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa
433Sport
Í gær

Þetta eru leikmennirnir sem hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Þetta eru leikmennirnir sem hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Í gær

Ánetjaðist svefnlyfjum og eyðilagði sambandið við börnin sín – „Hvað á ég að gera núna?“

Ánetjaðist svefnlyfjum og eyðilagði sambandið við börnin sín – „Hvað á ég að gera núna?“
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls
433Sport
Í gær

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn