fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Ótrúlega mikill meirihluti vill sjá Elías Rafn taka við hönskunum af Hannesi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 5. október 2021 08:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega þúsund manns tóku þátt í könnun þegar spurt var að því hver ætti að taka stöðu Hannesar Halldórssonar í marki íslenska landsliðsins.

Hannes hefur langt hanskana á hilluna með landsliðinu og því er tækifæri fyrir nýjan mann að eigna sér stöðuna til frambúðar.

Ísland á marga mjög frambærilega markverði en í hópnum að þessu sinni eru Rúnar Alex Rúnarsson, Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson.

Rúnar hefur spilað 12 landsleiki á sínum ferli en Patrik og Elías hafa ekki spilað fyrir A-landsliðið. Rúnar er í láni hjá OH Leuven í Belgíu frá Arsenal en á eftir að spila fyrir félagið.

Patrik er í láni hjá Viking í Noregi frá Brentford og hefur spilað vel síðustu vikurnar. Elías Rafn hefur svo slegið í gegn hjá FC Midtjylland á síðustu vikum. Elías er 21 árs gamall en hann var besti leikmaður danska fótboltans í síðasta mánuði.

82 prósent af þeim sem tóku þátt í könnun okkar vilja að Elías Rafn fái stöðuna í komandi verkefnum gegn Armeníu og Liechtenstein.

Hver á að standa í markinu í komandi landsleikjum? Enginn Hannes og staðan er laus til framtíðar.
Rúnar Alex Rúnarsson – 10 prósent
Patrik Sigurður Gunnarsson – 8 prósent
Elías Rafn Ólafsson – 82 prósent

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar

Búinn að krota undir og fer ekki í stærra lið í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir

Williams og Solskjær mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM

Rautt spjald og döpur frammistaða er Ísland tapaði fyrsta leik á EM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi