fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
433Sport

Jóhann Berg tæpur en segir: „Hef ekki verið fyllilega sáttur með vinnubrögð sambandsins“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. október 2021 10:35

© 365 ehf / Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég ákvað að draga mig úr hópnum þar sem ég er tæpur í náranum eftir leikinn með Burnley um helgina,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson kantmaður Burnley og leikmaður íslenska landsliðsins í samtali við 433.is í dag. Jóhann lék 30 mínútur í jafntelfi gegn Norwich á laugardag.

Greint var frá því í gær að Jóhann hefði dregið sig út úr landsliðshópnum fyrir komandi verkefni vegna meiðsla. Er það enn eitt höggið í hópinn sem Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins þarf að eiga við. Frá því að Arnar tók við hafa lykilmenn verið að hellast úr lestinni af ýmsum ástæðum.

Jóhann Berg hefur spilað 81 landsleik fyrir hönd Íslands og verið einn allra besti leikmaður liðsins síðustu ár. Í mörg verkefni hefur hann mætt tæpur eða hreinlega meiddur.

„Ég hef oft fórnað ýmsu fyrir landsliðið, enda hef ég alltaf litið á það sem mikinn heiður að spila fyrir þjóð mína. Ég hef þar af leiðandi oft lagt mikið á mig og jafnvel fórnað líkamlegu ástandi mínu hjá félagsliði fyrir landsliðið,“ sagði Jóhann

Mikil ólga hefur verið innan KSÍ undanfarnar vikur. Fyrrum stjórn hafði afskipti af vali á leikmönnum og svo virðist sem núverandi formaður ætli að vera á sömu línu. „Ég get alveg viðurkennt að það hafði áhrif á ákvörðun mína í þetta sinn að ég hef ekki verið fyllilega sáttur við vinnubrögð sambandsins undafarin misseri,“ sagði Jóhann um stöðu mála.

Burnley situr í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sjö umferðir en liðið er með þrjú stig. „Meginástæðan er samt sú að ég er tæpur og vil gera allt til þess að vera í mínu besta formi með Burnley á þessu tímabili,“ segir kantmaðurinn knái í samtlai við 433.is.

Ljóst er að verkefnið er ærið fyrir Arnar Þór Viðarsson þjálfara liðsins. .Níu leikmenn sem byrjuðu gegn Rúmeníu í nóvember á síðasta ári eru ekki í hópnum að auki er Kolbeinn Sigþórsson fjarverandi en hann var á meðal varamanna í leiknum um laust sæti á EM. Ísland mætir Armeníu í undankeppni HM á föstudag og Liechtenstein eftir slétta viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi