fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Kemst ekki í liðið hjá Tottenham og er um leið einn launahæsti leikmaður Real Madrid

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 9. janúar 2021 18:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale, hefur átt betri daga á sínum knattspyrnuferli. Eftir erfiða tíma hjá Real Madrid var hann sendur á láni til enska liðsins Tottenham fyrir tímabilið.

Hjá Tottenham hefur hann hins vegar lítið spilað. Meiðsli hafa verið að hrjá leikmanninn en að sama skapi er Tottenham liðið að spila nokkuð vel og erfitt er að sjá hvernig José Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, myndi koma Bale að í liðinu.

Bale hefur þess vegna þurft að sitja á varamannabekk liðsins þegar hann hefur verið heill heilsu. Flest tækifæri hans í byrjunarliði Tottenham hafa komið í enska deildarbikarnum eða Evrópudeildinni.

Leikmaðurinn er á ofursamning hjá Real Madrid, hann er launahæsti leikmaður liðsins og þénar rúmlega 650.000 pund á viku, það jafngildir rúmlega 113 milljónum íslenskra króna.

Lánssamningur Real Madrid við Tottenham gerir það að verkum að Tottenham greiðir helming launa Bale á meðan að hann er hjá liðinu, um það bil 325.000 pund á viku.

Þrátt fyrir að Tottenham greiði helming launa Bale, er Real Madrid samt sem áður að borga leikmanninum laun sem eru hærri en laun margra af stjörnum liðsins.

Til að mynda þénar fyrirliði liðsins, Sergio Ramos, 312.000 pund á viku, framherjinn Karim Benzema þénar 166.000 pund á viku.

Eini leikmaðurinn sem þénar meira en Gareth Bale, þó svo að Tottenham greiði helming launa hans, er Eden Hazard. Vikulaun hans hjá Real Madrid eru 400.000 pund á viku.

Forráðamenn Real Madrid vonuðu að Bale myndi finna taktinn hjá Tottenham, þar með yrðu líkurnar meiri á því að hann myndi yfirgefa félagið eftir lánssamninginn.

Nú eru þeir hins vegar dauðhræddir um að sitja uppi með Bale hjá Real Madrid á ofurlaunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár